GLEÐILEGT NÝTT ÁR.

Það hefur ætíð verið siður hjá fólki að líta yfir farinn veg og gera  gamla árið upp á þessum tímamótum. Ég hef alla tíð verið fámall um það sem liðið er og það þarf ansi sterka karaktera til að fá mig til að ræða um það liðna,  hvað var gert gott eða hvað var gert slæmt.

Þetta ár var bæði gott og slæmt, það er líka bara gangur lífsins.  Stærsta málið er hvernig maður sjálfur kemur undan góðum og slæmum hlutum.

Árið 2009 var fljótt að líða, það var mjög viðburðarríkt hjá mér og ég fékk að sjá hluti sem ég vildi ekki sjá og ég fékk að sjá hluti sem ég ætlaði mér að sjá. Hraðinn var mikill, það hefur bara alltaf verið þannig í kringum mig að hlutirnir gerast hratt hvort sem um er að ræða góða eða slæma hluti. 

Þessi ofboðslegi hraði er búinn að vera mikið lengur í gangi en bara síðasliðið ár, fyrir ca 3 mánuðum síðan ákvað ég að slá af bensíngjöfinni,  það sem gerist þá er einfaldlega það að maður fer hægar yfir og á smá tíma og með smá hjálp hef ég vanist því og fengið að sjá að það fer betur með mig.

Þegar hraðinn er mikill þá nær maður ekki að sjá allt og það skiftir mann bara engu máli að maður heldur, en maður gleymir því að þegar maður er á mikilli ferð er líka erfitt að sjá mann sjálfann og það er bara þannig að sumt fólk vill sjá mann meira og betur.

Ég hef aldrei að ég held strengt svokölluð áramótaheit, þau eru ekki fyrir mig.  En á miðju síðasta ári hét ég því við góðann vin minn að ég ætlaði að eyða öllum síðasta degi ársins með börnunum,  hverri einustu mínutu dagsins. Í dag áttum við börnin frábærann dag upp við Rauðavatn og eyddum svo seinnipartinum í heitum kakó bolla áður en björgunarsveitin var heimsótt og styrkt. 

Mér tókst að láta eitthvað standast sem var löngu fyrirfram ákveðið. þetta sýndi mér að  skemmtilegustu hlutunum er auðveldast að framfylgja.

Ég veit ekki hvað ég tapaði miklum peningum 2009, hvað lánin hækkuðu mikið, hvað ég borgaði mikla vexti eða hvað húsið mitt féll mikið í verði. En ég veit hvað húsið mitt geymir og með því byrjar nýr dagur, nýtt ár.

Hvernig þetta ár svo endar látum við bara ráðast í rólegheitunum.

 

 

 


Hann þarf að spila með betra liði.

Ég fylgdist vel með íslenku knattspyrnunni og get alveg sett Davíð í topp 3 listann hjá mér, allavega eru það orð að sönnu að ungir knattspyrnumenn mega taka þennan strák sér til fyrirmyndar. Hann var fyrirmynd á vellinum sem utan hans.

En honum finnst örugglega skrítið eins og öðrum FH ingum að hafa orðið íslandsmeistari með liði sem spilaði ekki einu sinni besta boltann.

Ég vil setja þennan titil þeirra sem eitt mesta rán íslenku boltasögunnar.

En Davíð og Hanna til hamingju.


mbl.is Davíð Þór og Hanna íþróttamenn Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, jæja.

Nú er loksins bloggið orðið virkt hjá mér aftur eftir einhverja smá erfiðleika, auðvitað er einhver starfsmaður hjá Moggablogginu skellihlægandi yfir tölvukunnáttuleysi mínu, og segandi öllum tölvunördunum í moggadeildinni frá vitleysingnum mér, en ég kýs miklu frekar að kalla þetta tæknileg mistök.

Jólin, Já jólin voru all frábær. Hér borðuðum við heima á aðfangadagskvöld og fengum tengdó í mat, svo tóku við matar og kaffiboð víðsvegar alla daga til gærdagsins. Ég kem ótrúlega vel undan þessu öllu líkamlega og sést varla gramm af aukakílói utan á mér.

Við fórum svo út í gærdag krakkarnir til að skoða okkur um í bænum og sáum okkur til mikillar ánægju að ísinn á Reykjavíkur tjörn var orðin mannheldur og auðvitað nýttum við okkur það.

Sumir höfðu aldrei stígið á frosið vatn og gekk misjafnlega vel að fóta sig enn krakkarnir skemmtu sér hið besta. Það er meiningin að kíkja með skautana og heitt kakó á Rauðavatn á morgun.

Enn allavega þá er ég farinn að geta notað bloggið mitt aftur svo það ætti ekki að líða svona langt aftur á milli færslna.

Allar fregnir um mikinn snjóþunga í öðrum bæjarfélögum eru með öllu afþakkaðar, Með ÖLLU AFÞAKKAÐAR!!!!

 

picture_043_946576.jpg picture_049_946582.jpg

Þið sem hélduð að sagan um stóra golþorskin sem ég veiddi um daginn hefði verið skáldsaga eða hugarburður getið nú séð það sjálf. Já eins og ég sagði það er eins gott að fara bara að setja kvóta á kallinnCoolpicture_026_946587.jpg

 


Smá getraun.

Hvar er þessi skáli staðsettur?

Ég hef sofið þarna eina nótt og þó ekki sé hann kannski beint vistlegur, að sjá þá fór afskaplega vel um mann.

Það var meira að sega um hávetur .

thjofadalir.jpg


Veiðimaðurinn.

Gulli vinur minn bauð mér með í smá skreppitúr á trillunni sinni eftir að hann var búinn að taka hana alla í gegn. Rennt var úr höfn í Hafnarfirði í gærdag í brakandi blíðu og rennisléttum sjó.

það verður nú að segast alveg eins og er að það er greinilegt að undirritaður hefur engu gleymt þegar kemur að því að draga fisk úr sjó. En það skal tekið fram strax að miklum afla var sleppt og sumir sem sluppu voru það stórir að mér sýndist í öllum látunum allavega vera einhverjir 70cm milli augnanna á þeim flestum.

Frábær skemmtun og það er alveg á hreinu að ég reyni að grípa tækifærið aftur og hoppa um borð þegar færi gefst, það verður einhver að kenna þessum trillukörlum handtökin.

Ég tók myndir af þessum aflabrögðum en er í einhverju smá vanda að fá þær til að tolla inni á síðunn, ég set þær þó inn um leið og ég get.

 

 


Uhh... hverjum ber að þakka þetta?

Já, það er ævinlega ánægulegt þegar maður sér hversu frábærlega þjálfarateimi LIVERPOOL skilar sér áfram til annara og minni liða.

Þennan sigur geta allir þakkað Öflugu þjálfarteimi LIVERPOOL.


mbl.is Owen með þrennu - Bayern vann 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú var gengið fram af mér.

Nú hefur konan verið að rifja upp þegar krakkarnir okkar voru að fæðast og alast upp fyrstu árin.

Það koma spurningar eins og:

Manstu hvað Guðbjörn svaf alltaf lengi í vagninum úti? (Hann er 3 ára)

Manstu hvað  hann var lengi með pela?

Jiii.. Manstu hvað hann var lengi á barnamauki?

Manstu hvað hann þoldi ekki stígvél?

-----------------------------------------------------------------------------

Manstu hvað Valgerður var góð að sofna á kvöldin (Hún er 10 ára)

Manstu hvað hún var lengi á bleyju?

Manstu hvað hárið tók mikinn vaxtakipp þegar hún var á 3 ári?

Manstu hvað Múminálfarnir voru í miklu uppáhaldi?

 

Nú verð ég bara að viðurkenna að ég jánkaði öllu eins og prestur og auðvitað myndi ég eftir þessu öllu eins og þetta hefði gerst í gær. Þó það nú væri.

En strákar, við vitum ekkert af þessu og það er gersamlega ómögulegt að við getum nokkurn tíma lagt svona atriði á minnið, eða er það ekki rétt hjá mér?

 


Hvenar kemur 2007 aftur?

Ég man hvað allir voru glaðir 2007.  Ég sé alveg fyrir mér þegar maður fer að sega barnabörnunum sínum sögurnar:

Já væni, það var árið 2007......þá var allt öðruvísi en í dag.

Einu sinni átti ég Ford, hann var 450 hp en það var á því herrans ári 2007.


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðruleysið maður.

Það er nú fullt af fólki sem verður þreytt og lasið án þess að hella sér yfir heila þjóð.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Var lasin og reið á Borgarafundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bræðraslagur.

Það varð sannkallaður bræðraslagur í kvöld þegar bræðurnir slógust um mjólkursjeik. Báðir eru þeir afar fastir fyrir og því var lengi óútséð hvor hefði sigur, myndirnar sega þó kannski hvor stóð uppi sem sigurvegari eftir langt þras.

 

picture_001_931789.jpg

 

 

 Enn sá yngri beitti svo ekki sé meira sagt afar óíþróttamannslegri framkomnu undir lokin. Það verður seint sagt að hógværðin sé í felum.

   picture_002.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband