Nú var gengið fram af mér.

Nú hefur konan verið að rifja upp þegar krakkarnir okkar voru að fæðast og alast upp fyrstu árin.

Það koma spurningar eins og:

Manstu hvað Guðbjörn svaf alltaf lengi í vagninum úti? (Hann er 3 ára)

Manstu hvað  hann var lengi með pela?

Jiii.. Manstu hvað hann var lengi á barnamauki?

Manstu hvað hann þoldi ekki stígvél?

-----------------------------------------------------------------------------

Manstu hvað Valgerður var góð að sofna á kvöldin (Hún er 10 ára)

Manstu hvað hún var lengi á bleyju?

Manstu hvað hárið tók mikinn vaxtakipp þegar hún var á 3 ári?

Manstu hvað Múminálfarnir voru í miklu uppáhaldi?

 

Nú verð ég bara að viðurkenna að ég jánkaði öllu eins og prestur og auðvitað myndi ég eftir þessu öllu eins og þetta hefði gerst í gær. Þó það nú væri.

En strákar, við vitum ekkert af þessu og það er gersamlega ómögulegt að við getum nokkurn tíma lagt svona atriði á minnið, eða er það ekki rétt hjá mér?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

, 21.11.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

góður Lúther

Jón Snæbjörnsson, 22.11.2009 kl. 08:43

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Maður þarf bara kunna segja já og nei þegar við á þá fer allt vel. Konurnar sjá um að muna.

Páll Jóhannesson, 26.11.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband