Jæja, jæja.

Nú er loksins bloggið orðið virkt hjá mér aftur eftir einhverja smá erfiðleika, auðvitað er einhver starfsmaður hjá Moggablogginu skellihlægandi yfir tölvukunnáttuleysi mínu, og segandi öllum tölvunördunum í moggadeildinni frá vitleysingnum mér, en ég kýs miklu frekar að kalla þetta tæknileg mistök.

Jólin, Já jólin voru all frábær. Hér borðuðum við heima á aðfangadagskvöld og fengum tengdó í mat, svo tóku við matar og kaffiboð víðsvegar alla daga til gærdagsins. Ég kem ótrúlega vel undan þessu öllu líkamlega og sést varla gramm af aukakílói utan á mér.

Við fórum svo út í gærdag krakkarnir til að skoða okkur um í bænum og sáum okkur til mikillar ánægju að ísinn á Reykjavíkur tjörn var orðin mannheldur og auðvitað nýttum við okkur það.

Sumir höfðu aldrei stígið á frosið vatn og gekk misjafnlega vel að fóta sig enn krakkarnir skemmtu sér hið besta. Það er meiningin að kíkja með skautana og heitt kakó á Rauðavatn á morgun.

Enn allavega þá er ég farinn að geta notað bloggið mitt aftur svo það ætti ekki að líða svona langt aftur á milli færslna.

Allar fregnir um mikinn snjóþunga í öðrum bæjarfélögum eru með öllu afþakkaðar, Með ÖLLU AFÞAKKAÐAR!!!!

 

picture_043_946576.jpg picture_049_946582.jpg

Þið sem hélduð að sagan um stóra golþorskin sem ég veiddi um daginn hefði verið skáldsaga eða hugarburður getið nú séð það sjálf. Já eins og ég sagði það er eins gott að fara bara að setja kvóta á kallinnCoolpicture_026_946587.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll félagi og gott að bloggið sé orðið virkt. Mér finnst alveg sjálfsagt að verða við óskum þínum um að tala ekkert um snjóþunga í öðrum bæjarfélögum.  Og þess vegna ætla ég ekkert að tjá mig enn frekar um allan þann snjó sem við norðanmenn njótum þessa daganna.  Já ekki meira um snjó hvorki hér né þar né annars staðar.

Þetta með þorskinn..... Golþorskur....... Þetta kalla togarasjómenn vænan þorsk en þegar ég var netabátum frá Höfn kölluðu menn þetta bévítans titti. En fallegur er hann og ef að líkum lætur hefur hann bragðast vel, eða hvað?

Páll Jóhannesson, 28.12.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Sæll Páll.

Á Bjarnfreðarmáli kallast þessi bilun á blogginu "stór misskilningur"

En ég sé það á bloggi þínu að þú hefur nákvæmlega ekkert talað né myndað þetta fannfergi sem kom yfir norðurlandið. Ekki einu orði minnst á hversu margir cm féllu af jafnföllum snjó og kann ég þér bestu þakkir Páll fyrir það.

Þorskurinn er í raun stærri en hann sýnist á myndinni, sko sjórinn og liturinn á úlpunni kalla ekki rétta stærð fram. En já hann smakkaðist afar vel og bara furðu lítið af ormum í honum.

"Netabátum frá Höfn"  Kanntu annan betri?

S. Lúther Gestsson, 28.12.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband