Hlustið ekki á manninn.

Mér finnst afskaplega ósmekklegt af manninum að bjóða almenningi að fjáfesta í þessari matvöruverslun.

Eru ekki allir búnir að fá nóg af áhættufjáfestingum? Af hverju kemur maðurinn ekki bara og byrjar með tvær hendur tómar eins og Bónus feðgarnir? Nei hann nennir örugglega ekki að vera að standa í svoleiðis vitleysu, heldur biðlar frekar til annara með fjármag.

Gerald minn. Farðu bara í bankann þinn og sæktu um yfirdrátt eða notaði þitt eigið sparifé sem þú ert búinn að vera að safna í Flórida.Þú mátt nú gera ráð fyrir að þú þurfir aðeins að hafa fyrir hlutunum, ætlar þú sjálfur að standa í gallabuxum og afgreiða?

Það gerðu þeir sem opnuðu fyrstu lágvöru verslunina.


mbl.is Jón Gerald kynnir Smart Kaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, ég er alveg sammála þessum pisli þínum. Ætlar maðurinn bara að koma hingað og láta okkur fjármagna þessa verslun sína? Ekki er öll vitleysan eins......

Ína 12.3.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Reyndar sóttu bónusfeðgar fljótlega fé með þeim hætti setja félagið á markað, reyndar beittu þeir síðan mjög vafasömum aðferðum við að eignast það allt aftur en um það meðal annar snérist Baugsmálið á sínum tíma.

Ég óska Jóni Gerald alls hins besta.

Sigurður Ingi Kjartansson, 12.3.2009 kl. 19:33

3 identicon

Er ekki í lagi með ykkur.

Hann er örugglega að hugsa um fólkið sem getur þá verslað ódýrt í matinn og fl.

Kannski Bónusliðið leggi pening í þetta nóg virðast þeir hafa grætt á fátæka fólkinu.

Rannveig 12.3.2009 kl. 19:33

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Á banaspjótum berast þeir sem vilja eiga sömu pönnukökuna.

Bergur Thorberg, 12.3.2009 kl. 19:37

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Rannveig: Við getum verslað ódýrt í matinn núna. Þurfum ekki eina lágvöruverslun í viðbót. Fer þá ekki bara allt í rugl.

S. Lúther Gestsson, 12.3.2009 kl. 19:45

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sigurður Lúther Gestsson;  Þessi maður hefur aldrei - svo ég viti - unnið í smásölu matvöruverslun eða almennri smávöruverslun, hvorki á gallabuxum eða öðrum buxum.  Hinsvegar hefur hann sýnt að hann kann að "wheela og díla" eins og hann vann fyrir Baugsfeðga og kom fram í vitnaleiðslum í dómsmálunum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem hann var lýstur sem "ótrúverðugt vitni".

Síðan má ekki gleyma fölsuðum reikningi sem hann á að hafa gert fyrir Baugsfeðga að hans eigin sögn.

Nú væri ástæða fyrir Fjármálaeftirlitið að skoða þennan strák í báða enda.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 12.3.2009 kl. 19:45

7 identicon

Frábært framtak og vonandi munu sterkir innlendir aðilar ( alls ótengdir Baugi ) setja pening í þetta, því að það vita þeir sem vilja að þetta mun ganga upp hjá Jóni Gerald, þar sem Bonus sem slíkur er hruninn. Svo mæta auðvitað niðurrifsöflin og skíta út Jón Gerald, en það mun ekki hrífa, því miður.

Óli 12.3.2009 kl. 19:54

8 identicon

Var það ekki hann sem byrjaði á því ásamt öðrum að leggja Baug í rúst? jú

Hversvegna ættum við að standa með honum í að setja upp verslanir? SVAR: við getum EKKI treist jóni

Hvað  græðum við á því að kaupa okkur inn í vörumarkað sem þessi gaur ætlar að reisa upp? svar: EKKERT!

Magni 12.3.2009 kl. 20:17

9 identicon

þú græðir bara eins og allir hluthafar í öllum fyrirtækjum.

Ef fyrirtækinu gengur vel þá græðir þú, ef það tapar, þá tapar þú.

andri 12.3.2009 kl. 20:30

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég held að þau Jón Kerald Sullumborgari og Jónína Ben séu búin að skála í nokkrum kampavísflöskum fyrir "sigrinum".  Nú er bara að leggjast á hræin.......... 

Kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 12.3.2009 kl. 20:31

11 Smámynd: Dexter Morgan

Afhverju fjármagna þessir gaurar ekki bara búðina með honum, fyrst þeir lýsa "áhuga" á að koma hingað og eru einhverjir útlenskir snillingar sem kunna að setja upp og reka verslanir. Nei, gott fólk. Þetta er eitthvað spúkí. Við höfum ekki efni á því að eyða gjaldeyri í svona vitleysu. Ætli Jónína Ben sé ekki með honum í þessu líka.

Dexter Morgan, 12.3.2009 kl. 23:06

12 identicon

Hann er náttúrulega að reyna að opna lágvöruverslun af einskærri góðmennsku og af vorkunnsemi við landann. Onei, ætli það. Það er eitthvað annað sem býr þarna að baki og ætlar hann að láta landann moka í sig peningum. Ég hef illan bifur á þessum manni því hann er langt því frá flekklaus. Hann ætti því best að halda sig í Bandaríkjunum og opna bara sína verslun þar.

Guðmundur 12.3.2009 kl. 23:27

13 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Tvennt eru landsmenn sammála um það að Baugsfeðgar hafi startað að matvara lækkaði á Íslandi og það sé þeim að þakka, það hefur marg oft komið fram og er alveg á hreinu að Jóhannes átti ekki mikið fé og þeir feðgar hafi unnið berum höndum allan sólarhringinn við að koma þessu upp.

Hitt er svo meirihlutinn einnig sammála um að þegar þeir hafi efnast fóru þeir frjálslega með viðskipti og kaup á hinu og þessu en það eitt og sér kemur því bara ekkert við að Sullenberger ætlar að opna lágvöruverslun. 

Spurniungin er þessi þurfum við svo gríðarlega á einni lágvöruverslun að halda í viðbót að landsmenn þurfa að punga út fyrir henni sjálfir? mun það lækka matvöruverð enn meira?

Staðreyndin er sú að Sullenberger langar að opna verslun til að setja Bónus á hausinn, ekki til eins né neins annars. 

Sullenberger er enginn Hrói Höttur.

S. Lúther Gestsson, 13.3.2009 kl. 00:16

14 identicon

Mikið finnst mér þjóðin vera örg...

Ef það er ekki fyrir atbeina Jón Geralds sem við hin föttuðum fíflaganginn hjá útrásarvíkingunum.

Kasti sá fyrsta steininum sem saklaus er... Jón Gerald er þó að reyna koma á móts við landann í kreppunni með fjárstuðningi annara... reyniði sjálf að opna verzlun úr eigin vasa.

Eitt sem mér leiðist rosalega þegar nöfn manna eru afbökuð með háði og þvílíku... sem og Björn bóndi (óþroskaður greinilega).

Bjórn bóndi eigðu góðann dag... þess á meðan vonum við hin að Jóni Gerald lukkist verk sitt. 

Hjalmar 13.3.2009 kl. 00:21

15 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

S. Lúther Gestsson;  (Færsla þín nr. 13) Með fullri virðingu fyrir Bónusfeðgum og ekki vil ég draga neitt úr því sem þeir hafa áorkað, þá megum við ekki gleyma upphafsmanni alvöru lágvöruverslana á Íslandi, honum Pálma Jónssyni, ættuðum frá Hofi við Hofsós í Skagafirði sem stofnaði Hagkaup og opnaði fyrstu verslun sína í gamla fjósinu við Miklatorg (sem nú er horfið) og seinni verslunin var í Lækjargötunni í hrörlegu timburhúsi sem síðar hrundi þegar flytja átti það á Árbæjarsafn.  Síðan var leigt verksmiðjuhús úr stálgrind í Skeifunni og Hagkaupsverslun opnuð þar, sem þá þótti nú ekki par fínn staður.  Nú er verslunin þar ennþá við lýði, þótt loka hefði átt henni þegar Kringlan var opnuð.  En Hagkaup Skeifunni hafði náð slíkum vinsældum, að fásinna þótti að loka henni, þrátt fyrir stórverslun Hagkaupa í Kringlunni. 

Ég man eftir Pálma Jónssyni í Hagkaup, þegar hann stóð við vinnu sína ásamt starfsliði í fjósinu við Miklatorg, sá óð ekki í peningum fyrstu árin, en hann hafði það af og gott betur og ekki barst hann á.  Ekki var mikil trú á því að honum tækist þessi rekstur, en hann þurfti sko ekki að leita í vasa samborgara til að reisa "flotta" lágvöruverslun, maðurinn sá.  Jón Kerald Sullumborgari ætti að kynna sér sögu Pálma í Hagkaup.  Frumkvöðli lágvöruverslana á Íslandi og þeirra Bónusfeðga sem tóku síðan við frumkvöðlakyndlinum, Gunnfána lágvöruverslana og gerðu enn betur með ennþá lægra vöruverði með því að slá saman Hagkaupum og Bónusverslunum og fengu þá viðurnefnið Baugsfeðgar (í stað Bónusfeðgar) (Öfundsjúkum til mikils ama eins og raun ber vitni).

Hver annars þessi; "Hjalmar 13.3.2009 kl. 00:21" í færslu nr. 14??  Getur þú róað hann eitthvað, honum virðist líða mjög illa og skrifar ekki undir skráðu nafni.  Skammast sín líklega fyrir orð sín.  Vill allavegana ekki bendla sig við þau....... 

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 13.3.2009 kl. 00:50

16 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það eru svo margar lágvöruverslanir í gangi, að þótt illa fari hjá Hagkaupum og Bónusi, þá eru allar hinar, Krónan, Samkaup/Strax, Nettó, Fjarðarkaup, Kaskó og hvað þær nú allar heita, sem koma fílefldir, tilbúnir að taka við umsvifum Hagkaupa og Bónuss, flestir búnir að vera nokkur ár á markaðnum og þekkja hann vel.

Jón Kerald Sullumborgari er ekki bara að fara í samkeppni við Bónus/Hagkaup og aðrar tengdar verslanir t.d. 10-11, heldur við mjög stóran markað lágvöruverslana sem er mjög fastur fyrir.  Mig grunar að Jón Kerald Sullumborgari sé bara að safna peningum og er svo horfinn.  Hve margir svikahrappar hafa ekki komið til Íslands með allskonar gylliboð.  Sérstaklega er markaðurinn góður núna, því svo margir eru í sárum.

Hvaða rök eru fyrir því að Smart Kaup geti ráðið við allar þessar verslanir sem eru þegar í bullandi og virkri samkeppni og hver um sig með mjög traustan viðskiptavinahóp?  Og það með betlifé?

Kveðja Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 13.3.2009 kl. 01:32

17 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það sem vantaði í athugasemd nr. 16. 

Við hvað á að keppa??  Bónus??  Koma Bónusi á hausinn??  Vegna haturs, blóðhefndar og öfundsýki??  Er verið að plata almenning með augljósum blekkingum til að taka þátt í að koma Bónusi á hausinn??   Kíkið á staðreyndir um samkeppnina sem verið er að ráðast á með peningum almennings!! 

Bónus með 27 verslanir,   Nettó með 6 verslanir,   Kaskó með 3 verslanir,    Krónan með 11 verslanir,  Samkaup/Úrval með 16 verslanir,  Samkaup/Strax með 21 verslun,   10/11 með 25 verslanir,           11/11 með 8 verslanir,   Hagkaup með 11 verslanir,  Fjarðarkaup með 1 stórverslun í Hafnarfirði og KS með 4 verslanir, samtals 133 stórar lágvöruverslanir á Höfuðborgarsvæðinu sem og dreifðar út um allt land. Svo eru fleiri minni verslanir á víð og dreif sem vantar í upptalninguna, bæði á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni.

Varúð, skoðið staðreyndirnar áður en farið er að trúa blekkingum "töframanns".

Kveðja, Björn bóndi

Sigurbjörn Friðriksson, 13.3.2009 kl. 02:37

18 identicon

"Var það ekki hann sem byrjaði á því ásamt öðrum að leggja Baug í rúst? jú"

Ha? Ertu að segja að það sé SLÆMT að hann hafi hjálpað til við að leggja Baug í rúst? Hvar hefur þú eiginlega verið, maður?

Jón Flón 13.3.2009 kl. 10:20

19 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ok , og eigum við þá bara að leggja peninga inn á reikninga hans svo hann geti opnað búð? Kannki bara fyrir það eitt að hann átti kannski smá þátt í því.

Er hann sem sagt kannski að sega: Góðir landar þar sem ég hjálpaði til við að skemma Baug þá vantar mig pening til að opna búð eins og Jóhannes og sonur hans eru með.

Ætli hann vilji að við leggjum féð inn á reikninga hans í Florída?

Björn Bóndi : Ég biðst afsökunar að hafa ekki minnst á undramannin Pálma Jónsson. Það er rétt hann gekk ekki í hús og bað menn um peninga til að opna nammibúð.

S. Lúther Gestsson, 13.3.2009 kl. 10:41

20 identicon

Ég bara get ekki orða bundist.  Má maðurinn ekki opna verslun ef hann vill, það er engin skyldugur til að versla hjá honum eða fjárfesta í þessu með honum.  Ég skil bara ekki hvaða röfl og væl er í gangi hér. 

 Og Björn bóndi, Samkaup, 10/11, 11/11, Hagkaup og Fjarðarkaup munu seint teljast sem lágvöruverslanir.

Valdimar 13.3.2009 kl. 10:53

21 Smámynd: Hörður Einarsson

Er fólk virkilega búið að gleyma hverja Bónus (Baugur) setti á hausinn. Mig skal ekki undra þó að íslendingar séu eins og þeir eru. FÍFL!

Hörður Einarsson, 13.3.2009 kl. 18:08

22 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hörður Einarsson: Er það þá næsta mál hjá okkur fátækum íslendingunum að leggja peninga inn á reikning Jóns Sullenberger . Spurningin er hvað kallinn ætlar að gera við peningana. Nota þá til að skemma Baug eða hjálpa landanum við að versla ódýrt í matinn?

S. Lúther Gestsson, 13.3.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband