KR með meistaratakta.

Ekki ætla ég að fara mikið ofaní saumana á þessum leik, enda hægt að lesa allt um hann í öllum blöðum ladnsins.

Við félagarnir vorum komnir snemma í hamborgara í Frostaskjólinu enda bestu borgararnir í bænum.

Einn beti leikur KR í sumar og Hafnfirsku stelpurnar heppnar að labba út með 3 stig.

Prinsinn lét alla standa á öndinni með skoti á 25m færi sem hafnaði í markverði FH og þaðan í stönginni. Ég held að Logi og Pétur þjálfarar hafi ekki haft minnsta grun um að tappinn gæti skotið svona skotum. Sjálfsagt er hann sjálfur enn að spá hvað hafi gerst. Spurning hvort hann þori að framkvæma svona gjörning aftur.

Fyrirsögnin hér á MBL er eins og hjá svo mörgum fjölmiðlum sem elska þegar KR tapar er kolröng. En greinilegt er að KR erá góðri leið með að taka titilinn í ár.

Fimleikastelpurnar nýttu sér mistök dómara þegar þeir skoruðu sigur markið enn ekki mistök KR. Einhvern veginn vorkenni ég alltaf dómurum sem missa stjórn á leikjum, þeir reyna allt en láta svo skapið hlaupa með sig í gönur.

 

Enn auðvitað létu stórmenni sjá sig í Frostaskjólinu eins og alltaf og að þessu sinni mátti sjá:

Guðjón Þórðarsson þjálfara Crew og Geir H. Haarde sitja hlið við hlið í stúkunni.


mbl.is FH nýtti sér mistök KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögninn ætti að vera FH nýtti sér mistök dómarans.

Sæi 29.5.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Jónas Ýmir Jónasson

Ef þú skoðar atvikuð þá sérðu að hann sparkar boltanum og fer síðan í manninn, sem er fullkomnlega löglegt.  Endar í frábæri sókn og gæti verið kennslubókardæmi um hvernig á að skora mark í fótbolta.  En þessi leikur hefði getað endað í jafntefli, kannski hefði það verið sanngjarnt, en að kenna dómaranum um tapið er sorglegt þar sem að hann dæmdi brot í hvert sinn sem prinsinn kastaði sér í grasið. Held að fimleikastelpurnar verði mun hærra á töflunni en KR í lok tímabilsins.

Jónas Ýmir Jónasson, 7.6.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband