Get voða lítið sagt um þetta, eiginlega bara orðlaus.

Ég fékk símhringingu upp í stúku í hálfleik og varð að sleppa að horfa á seinni hálfleik og  Það þarf anskoti mikið til að ég yfirgefi KR stúkuna í hálfleik.

Mér fannst framistaðan í fyrri hálfleik þannig að ég hafði litlar áhyggjur af þessu, við vorum miklu betra lið og áttum fjölmörg dauðafæri.

En þegar ég hlustaði á Bjarna Fel lýsa upphafsmínútum seinni hálfleiks 0-2 og svo 2-2, já ég er viss um að þeir sem sáu mig í umferðinni á þessum tíma eru enn að tala um það.

Mér bara grunaði ekki að það skipti liðinu svo miklu máli að hafa mig í stúkunni, man það bara næst að slökkva á símanum:)

 


mbl.is Ingimundur: Finnst við geta unnið alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Það þarf anskoti mikið til að ég yfirgefi KR stúkuna" Lúther þetta kallast áhorfendapallar er það ekki?

Páll Jóhannesson, 19.8.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Páll minn það er verið að vinna pistil sérstaklega handa þér þar sem farið er gegnum stúkur á knattspyrnuvöllum og svo aftur á móti svo kölluðum eftirlíkingum sem kallast áhorfendapallar eins og sumir litlir klúbbar út á landi hafa látið næga sér.

Munurinn er gríðarlegur og stendur nú gangnasöfnun sem hæðst, enda af nógu að taka. 

S. Lúther Gestsson, 20.8.2009 kl. 01:36

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú þarft nú ekki að leita langt yfir skammt því mér segja fróðustu menn að Valsmenn hafi byggt mannvirki sem slær víst öllu öðru við á stór Reykjavíkursvæðinu. En annars gaman að þessar pælingar okkar um nafngiftir á slíkum mannvirkjum skuli kalla á sérstakan pistil bara handa mér.

Ég hlakka til

Páll Jóhannesson, 20.8.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband