Mánudagur, 18.1.2010
Er fertugum allt fært?
Það hefur nú eitthvað dregið á daga mína undanfarið. Þar er kannski helst að nefna að ég dreif mig í skóla og er nú orðin formlega nemandi í kvöldskóla FB. Ég segi ykkur varla ógrátandi hvað ég hvarf með miklum hraða aftur í tímann þegar ég heyrði dönsku hreiminn aftur, alveg ótrúleg upplifun (eða ekki).
Svo er maður kominn á gamaldagsaldur síðan ég bloggaði síðast, nefnilega orðin fertugur, ég er nú reyndar bara að klára fyrsta daginn sem fertugur karlmaður og ég get ekki beint sagt að mér finnist það frábær upplifun. Ég skrapp í sundlaugarnar með 2 börnum mínum í dag og ósjálfrátt var ég farinn að líta á karlmennina í kringum mig og var svona að spá í hverjir væru líklegir að vera fertugir, Útkomuna ætla ég ekki að setja á blað hér. Ég held ég haldi bara áfram að sega fólki að ég sé 35.
Fertugur nemandi í dönsku, er þetta alveg örugglega í lagi?. Allur stuðningur er vel þeginn.
Athugasemdir
Gaman að heyra að þú hafir drifið þig í skóla. Ég nefninelga gerði það í haust. fór í VMA og tok íslensku og stærðafræði. Ég gat bara tekið íslenskuna núna svo hún verður bara tekin með trompi. Ég á alveg eftir að upplifa þetta með dönskuna. Enda spurning hvort ég geti frekar tekið sæænskuna einhversstaðar.
Gangi þér í skólanum.
Anna Guðný , 18.1.2010 kl. 01:04
Takk fyrir það Anna.
Þú getur sem sagt ekkert hjálpað mér í þessu fertuga dæmi?
S. Lúther Gestsson, 18.1.2010 kl. 01:23
því dönsku ?
en samt flott hjá þér félagi - þetta litla sem ég þekki til þín þá kemur þú svo oft þægilega á óvart
Jón Snæbjörnsson, 18.1.2010 kl. 09:36
Ágæti bloggvinur, Aldur er afar afstætt hugtak. Ég er rétt að verða 52. ára en mér finnst ég ekki deginum eldri en fyrir 15 árum. Hafðu trú á sjálfan þig og að ellikerlingin nái þér ekki strax, þá nær hún þér ekki. 40 ára er fínn aldur.
Til hamingju með skólann -
Páll Jóhannesson, 18.1.2010 kl. 11:11
Takk fyrir kveðjurnar öll.
Af hverju dönsku Jón? Veistu að ég held að við lendum undir stjórn dana eftir allann þennan æsing, þá er nú gott að geta framfleitt sér.
En reyndar er ég í fleiri fögum.
Páll ég tek þig trúanlegann, þú hefur jú reynsluna.
S. Lúther Gestsson, 18.1.2010 kl. 15:18
já skil vinur kong klipfisk Lúther - þá segir maðu; en öl og en pölse
vel ígrundað hjá þér
Jón Snæbjörnsson, 18.1.2010 kl. 15:23
Gangi þér vel með skólann sem og ráða við aldurinn....Skál....og þú þíðir það yfir á dönskuna þína:)Kveðja..
Halldór Jóhannsson, 18.1.2010 kl. 21:19
Flott hjá tér ad drífa tig í skóla.Og danska...Tad er bara flott tungumál.Aldurinn er afstædur á hvada tíma og stund sem er .Gangi tér vel í skólanum og fertugir karlmenn eru á flottasta aldrinum held ég .
Annars er ég 54 ára og finnst ég á yndislegum aldri.
Ég er sjálf í námi ad læra ad verda nuddari.Fer tetta bara á rólegu nótunum.
Tillykke med føselsdagen ,nyd livet og smile mod hele verden.
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2010 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.