Miðvikudagur, 3.3.2010
HVAÐA ÁR ER NÚNA?
Einhvernveginn finnst mér umræðan vera á þá vegu að ef kosið verður á Laugardag sem enginn getur ennþá sagt til hvort verður þó einungis 3 dagar séu í það, þá skiptir í raun og veru ekki máli hvað kemur upp úr kjörkössunum því þá bara gildir eitthvað annað sem kosið var um á þingi fyrir löngu síðan.
Ekki skiptir nokkru máli hvað kom út úr þessum fundi eða hvað hefði getað komið úr þessum fundi því of stutt er í þjóðaratkvæðagreiðsluna sem samt enginn getur sagt með fullri vissu hvort verður.
Getur verið, og nú er ég bara að velta fyrir mér hvort það geti virkilega verið rétt að allavega 5% þjóðarinnar séu kannski bara fábjánar eftir allt saman.
Við breska fjölmiðla fólkið sem bíður í ovænni um alla Reykjavíkurborg eftir einhverju sem engin veit hvað er vill ég bara sega SKÁL!!!
Já það verður gaman að vakna á Laugardagsmorgun og bíða allan daginn eftir hvort maður eigi að fara að kjósa eða ekki.
Áforma ekki fleiri fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að taka áhvörðun og fara eftir henni er meginmálið, nú þegar eru margir búinir að kjósa og vonandi gera allir íslendingar það ekki vera að bíða eftir einhverju sem ekki vitað hvað verður.
Þessar kosningar voru samþykktar að yrðu 6 mars, og það væri algjörlega verið að loka fyrir lýðræði í landinu ef þær verða ekki virtar.
Allaveg allir þeir sem kjósa eru að nota sinn kosningarétt og hann verður að virða.
Kristín Martinoi
kristin 3.3.2010 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.