Grænt, Blátt, Rautt eða Bleikt

Er fólkið í Íslanshreyfingunni meiri umhverfissinnar enn fólkið í Vinstri grænum?  Hefðu Ómar og hans fólk getað kennt Framsóknarmönnum eitthvað um umhverfismál?

 Eftir þessar miklu kosningar og dramatík sem þeim fylgdi finnst mér rödd Íslandshreyfingarinnar hafa þagnað, höfðu þeir kannski ekkert meir að bjóða enn að stöðva virkjanaframkvæmdir og friða ca 90% landsins.

Lítið fannst mér þetta góða fólk í Íslandshreyfingunni tala um heilbrigðismál, atvinnumál, menntamál. Sölumaður hjá Bílaumboði verður að benda kúnnanum á eitthvað meir enn að bíllinn sé búinn ABS bremsukerfi þó það sé góður kostur.

 Nú þegar Framsókn og Vinstri grænir munu taka sér stöðu í ræðupúlti alþingis í stjórnarandstæðu grunar mig að þeir munu fylgjast með fleiru enn stórvirkum vinnuvélum á hálendi íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband