Miðvikudagur, 30.5.2007
Hryllilegur vorboði
Eitt að fyrstu vorverkunum sem maður gerir er að græja fellihýsið fyrir sumarið, er reyndar kominn með stórt hjólhýsi sem ég ætla að rúnta um með í eftirdragi í sumar. Því var spenningurinn mikill og lagt örlítið fyrr á stað enn venjuleg sumur.
Ég var rétt kominn upp að Litlu kaffistofu þegar hryllingurinn rifjaðist upp, ég var allt í einu fastur í einhverri umferðarteppu, fyrir framan mig var vorboðinn leiðinlegi mættur á þjóðveginn, nefnilega húsbílarnir.
Ég þoli ekki þessa húsbíla, þeir sniglast um á allt of litlum hraða, reyndar stórhættulegum hraða nefnilega 60-70 svo er það eitthvað með þessa gömlu kalla sem eru venjulega á einhverjum eldgömlum bens kálfum að þeir þurfa að hópa sig saman og mynda hryllilega ljóta röð. það er eins og þeim finnist rosalega töf að keyra þessa gömlu ryðdalla ofurhægt allir í röð. Þeir fatta nefnilega ekki hvað þeir eru stórhættulegir og yfirnátturulega hallærislegir.
Svo þegar maður er búinn að velja sér tjaldsvæði og sestur í hægindastólinn sinn og nýtur sólarlagsins, sprettur maður á fætur með hryllingi.
Þessir gömlu kallar eru mættir út á tún með ýstruna lafandi niður fyrir buxnastrenginn í gömlu köflóttu vinnuskyrtunum og nú á að spila á harmonikku og það fleiri enn eina og fleiri enn tvær.
Guð minn góður, íllur fnykur læðist út um ryðgaðar hurðir húsbílana sem neyðir mann til að skríða á 4 fótum inn í hjólhýsið sitt og setja einhverja skemmtilega DVD mynd í tækið og loka öllum gluggum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.