Gróttan

Ég fór í göngu út í Gróttu í kvöld, þetta er bara snilldarstaður til að dreifa huganum, gargandi kríur, sjávarloft, brimsöngur, álfarhjón með unga sína,  Þari sem skítur út skóna, skeljatínsla, alvöru sólarlag, flott fjallasýn sem sagt geðveikt flott,  skora á ykkur að þramma um svæðið á svona kvöldum.

Eitt fékk mig þó til að stansa í dágóða stund og hugsa. Ég sá nefnilega skilti sem á stóð öll umferð bönnuð um kríuvarpið og að vitanum, nei, nei auðvitað var fólk að hjóla og hlaupa um kríuvarpið.  Á einum stað stóð á skilti: Öll umferð hunda bönnuð, enn nei, nei auðvitað sleppti bara fólk hundunum sínum og leyfði þeim að hlaupa um og djöflast í fuglavarpinu. Svo stóð annarstðar að öll umferð faratækja væri bönnuð , enn jú,jú auðvitað fannst fólki ekki fjórhjól vera farartæki.

 Af hverju er fólk haldið slíkri eyðilegingar áráttu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband