Þriðjudagur, 26.6.2007
Súlu um súlu frá súlu til súlu
Er einhverjum hérna sem er alveg skelfilega létt og finnur sá hinn sami(a) áhyggjurnar hreinlega leysast upp yfir því að súludans sé bannaður?
Ég ætla að leyfa mér þá skoðun að allavega 80% landsmanna sé hreinlega alveg sama hvort súludans sé stundaður eða ekki.
Ok, ég skal viðurkenna það strax að ég hef ásamt félögum mínum komið inn á svokallaðann súlustað, Enn það er líka alveg heilagur sannleikur að engum okkar fannst þetta eitthvað geggjað, og eiginlega var það þannig að næst þegar við fórum út á lífið þá minntist enginn okkar vinana að fara í Kópavoginn. Þarna inni var að okkar mati úrelt partý og við vitum um afskaplega marga staði þar sem við skemmtum okkur betur, t.d Keiluhöllin.
En er þetta einhver þjóðaróþrifnaður sem við verðum að losna við? Ég allavega veit um meiri óþrifnað sem við verðum að losna við.
Lúther
Athugasemdir
Það er sjálfsagt að berjast gegn mannsali, en að banna klám og súlustaði er ekki rétta leiðin. Það er ekki hægt að útrýma þessum fyrirbærum og svo versnar ástandið bara þegar starfsemin er eingöngu í undirheimunum. Við gætum alveg eins farið að banna skó vegna þess að þúsundir barna vinna við framleiðslu á þeim. Er réttlætanlegt að banna vöruna vegna þess? Nei auðvitað ekki.
Ef dansarinn og viðskiptavinurinn eru þarna bæði af fúsum og frjálsum vilja þá er ekkert sem réttlætir bann, sama hvort dansinn sé á sviði eða svokallaður einkadans.
Geiri 26.6.2007 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.