Þriðjudagur, 17.7.2007
Copa America, Gummi Ben
Ég er einn af þeim sem er mikill aðdáandi Copa America, snilldarbolti, frábærir leikmenn. Oft hefur þetta verið kallaður sambabolti og er það rétt allavega hérna áður fyrr. Þó fannst ekki þessi svokallaði sambabolti vera mjög áberandi á ný afstöðnu móti, þar held ég líka að komi inn í að þarna hafa orðið gríðarleg kynslóðaskipti, sjáum Brassana þeir mæta bara með menn sem lítt eru þekktir og leyfa gulldrengjunum að klára sumarfríið.
Eitt gladdi mig þó mjög og það var frammistaða Guðmundar Benediktssonar sem lýsti fjölmörgum leikjum, þarna er greinilega mikill fróðleikur á ferðinni og var hann ekkert að spara það að láta landann vita um það sem hann vissi. Skemmtilegur karakter þó hann sé í vitlausu liði. Enn ég er nánast handviss um að hann á KR treyjuna á góðum stað ennþá.
Athugasemdir
Ekki gleyma því að Gummi er frábær knattspyrnumaður alinn upp af okkur Þórsurum.
Páll Jóhannesson, 17.7.2007 kl. 22:49
Drengurinn hefur verið að skora núna undanfarið með valsmönnum, góð mörk. Það var nú held ég tengdafaðir hans sem fékk hann úr KR yfir í Val.
Ferillinn á Íslandi er Þór, Stjarnan, KR og Valur. er þetta ekki rétt hjá mér? Eitthvað er hann búinn að reyna fyrir sér erlendis er það ekki líka rétt munað hjá mér?
S. Lúther Gestsson, 17.7.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.