Þetta er komið.

Ég held að það þurfi varla fleiri orð um það. Árangur síðustu leikja benda loks til að KR sé búið að finna sjálfstraustið. Jafntefli á móti Keflavík, jafntefli á móti Hacken og vorum við óheppnir að leggja þetta lið ekki að velli. Allavega þá erum við að skora mörk og skapa færi.

 Það er staðreynd að í síðustu leikjum hefur KR lent undir,  enn náð að skora og ná fram stigum, það sýnir held ég karakterinn sem býr í mannskapnum eftir þessa hörmulegu byrjun á mótinu.

 

Næst er leikur á móti Breiðablik og svo Valsmenn. Ég held að ekkert lið hlakki til að mæta KR ingum í deildinni núna.


mbl.is KR og Häcken skildu jöfn í Gautaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að mæta KR er alltaf tilhlökkunarefni blandað óttatilfinningu fyrir andstæðingana.. 

það kumrar í þeim af kæti ef illa gengur fyrir KR og ef vel gengur þá er liðið rakkað niður í skítinn af sömu aðilum. ástæðan er einföld.. KR er stærst og best ;)

Óskar Þorkelsson, 20.7.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Steinar Örn

"að mæta KR er alltaf tilhlökkunarefni blandað óttatilfinningu fyrir andstæðingana..."

Góður

Fyrir mig eins og flest aðra held ég eru leikir við kr ekkert öðruvísi heldur en aðrir leikir. Jú reyndar eru oftast fleiri áhorfendur.

Steinar Örn, 20.7.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband