Laugardagur, 21.7.2007
Stolist í smá frí.
Fór í gærkveldi í heimsókn í Grímsnesið í sumarbústað, það var ljóst nokkuð fyrir brottför að hlutverk mitt væri að koma heitu vatni í pottinn og grilla.
Að sjálfsögðu var ég búinn að þessu hvorutveggja rétt um 1 og hálfum tíma eftir að ég steig á sólpallinn. Þegar ég lít snöggt til baka var þetta líklega það eina sem var gert skammarlaust í gærkveldi
Lagði svo á stað í bæinn í morgun og er eiginlega hundfúll að get ekki verið örlítið lengur. Skildi börnin eftir og hitti þau líklega ekki aftur fyrr enn ég kíki aftur í sveitina á Þriðjudag. Þá náttúrulega til að skipta út vatni í pottinum og grilla.
Það var gjörsamlega biluð traffík úr bænum í gærkveldi og sást ekki milli bíla á Hellisheiðinni vegna rigningar og þoku.
Nú fer að styttast í að maður fari að hella sér í vinnu á ný og reikna ég með að skrifa undir eitthvað rosalega spennandi og krefjandi nú á Mánudag. Læt vita meir um það seinna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.