Styttist í endalokin......

Sit, ligg og stent við veggi  heima emjandi úr bakverk sem virðist hafa laumast í mig án nokkurar skiljanlegrar ástæðu. Tekur mig um 30 mín að komast úr rúminu og kemst ekki hjálparlaust á klósettið.

Lít út eins og nírætt gamalmenni á elliheimilinu Grund. Settist í sjónvarpssófann og seti dvd í tækið og ætlaði að reyna að slappa af meðan restin af heimilisfólkinu fór í bíltúr.

Enn áður enn þau komust út dundu yfir þau skipanir,  fjarsýringuna af dvd, getur einhver reddað fjarstýringu af TV, get ég fengið að hafa gemsann hjá mér, réttu mér heimilissímann, Halló ætliði að skilja mig hér eftir til að deyja án þess að ég hafi Coke hjá mér, elskan settu fartölvuna á sófann hjá mér ég ætla að finna fólk sem vorkennir mér!!. Þið verðið ekkert nema bara 10-12 mín er það nokkuð????

Mér finnsr ég ekki fá alveg fulla athygli og meðaumkun frá heimilisfólkinu, dóttirinn sagði að þetta væri í lagi, ég væri allavega  heima hjá mér þegar ég er meiddur, enn ekki einhverstaðar að vinna eða á fundum.

Var að tala við starfskonu hjá mér í símann sem sagðist kannast við þetta. Eina sem dugði var að taka 3-4 romm glös,  þá slakaði maður á öllum vöðvum. Konan skellti útidyrahurðinni þegar ég bar þetta upp á hana liggjandi hálfur í sófanum og stofuborðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Farðu bara að gráta þá vorkenna þér allir. Og, ja, mæli með Romminu.

Halla Rut , 9.8.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Sannnir karlmenn gráta ekki, enn ég er búinn að vera duglegur að láta ættingja og vini um allt land vita að ég er gríðarlega þjáður og á mikið bágt. ROMMIÐ FÉKK ÉG NÁTTÚRULEGA EKKI.

S. Lúther Gestsson, 10.8.2007 kl. 04:37

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það sem er bezt að gera í svona stöðu er að fara út að skokka, þá gleymir maður bakverknum um leið!

Markús frá Djúpalæk, 10.8.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Ég veðja á að hún Valla hafi þrumað dyrunum aftur til að drífa sig niður í ÁTVR fyrir þig Lúddi minn,þú átt alla mína samúð.

e.s. ef þú færð rommið og nærð ekki að klára það ........láttu mig þá vita "ég gæti verið slæmur í baki" 

Vignir Arnarson, 10.8.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband