Laugardagur, 11.8.2007
Karlmenn og hugsanir þeirra.
Ég átti spjall við félaga minn í síma í kvöld og eins og svo oft vill verða var talað um allt og ekkert og eru þessi símtöl oft algerlega gagnslaus, enn engu að síður bráðnauðsynleg.
Í enda símtalsins segir hann mér frá því að hann hafi verið að lesa að karlmenn hugsi allavega 30 sinnum um kynlíf yfir daginn. 30 SINNUM!!!! Góðir lesendur ég get fullvissað ykkur um að ég hugsa ekki 30 sinnum um kynlíf yfir daginn.
Sko karlmaður sem er vakandi ca 12-15 tíma og hugsar þetta oft um kynlíf á við vandamál að stríða, það er pottþétt. Eða hvað??? kemur kannski aldur eitthvað við þessa staðreynd
Ég hringdi í Sibba vin minn núna rétt í þessu og bar þetta upp á hann, og hvað?? Jú jú þetta getur alveg passað sagði hann.
Hvað hugsarðu þegar þú sérð hrikalega fallega gellu afgreiða þig með ljósatímann? sagði vinurinn. Einmitt sagði ég , ég horfi á hana og hugsa kannski falleg stelpa enn ég hátta hana ekki og ýminda mér eitthvað annað enn mig einan í ljósabekknum.
Eða hvað strákar????
Athugasemdir
Ég hef heyrt að karlmenn hugsi um kynlíf aðra hverja mínútu og finnst það trúlegra
Brynja Hjaltadóttir, 12.8.2007 kl. 19:16
Kannski maður ætti að fara telja?
Páll Jóhannesson, 17.8.2007 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.