Góð hátíð á Skagströnd.

Var að lesa Blaðið á Föstudagsmorgun yfir morgunmatnum þar sem ég rekst á auglýsingu um að slá eigi upp fjöldskylduskemmtun á Skagaströnd (kántrýstemming) Ég leit upp úr blaðinu og benti spússu minni á hvort það sé ekki gáfulegra að skjótast þangað enn niðrí miðbæ í alla ösina, ég yrði jafnlengi að komast á Skagaströnd og í miðbæinn samkvæmt síðustu menningarnóttum.

Það var ákveðið að vinna hratt um daginn og komast úr bænum um kvöldmat, um sjöleitið kem ég heim og byrja að týna dótið út í bíl, sem reyndist svo vera að mér fannst hálf búslóðin. Að sjálfsögðu ákvað ég að fyrst við værum að fara á Kántýstemmingu þá spennti ég USA jeppann fyrir hjólhýsið.

þegar ég kem svo upp gönginn og renni upp að lúgunni til að greiða spyr afgreiðslukonan mig hvort ég viti hvað jeppinn er langur, ég hef oft glímt við þetta vandamál og setti mig því í viðeigandi stellingar og ætlaði að hagræða sannleikanum lítið eitt, þegar góða afgreiðslukonan upplýsir mig að samtals jeppinn og hjólhýsið séu 15,5 metrar að lengt og því þurfi ég að borga 2.700 kr.

Ég heyrði einhverjar stunur og andköf við hlið mér og varð rétt litið á frúna og spurði svo í framhaldi góðu afgreiðslukonuna hvort hún ætti sprengitöflur.

 Hófst nú umræða það sem eftir var inn í Borgarnes við að útskýra fyrir frúnni í hverju þetta óréttlæti lægi. Eini svörin sem ég fékk eftir að frúin hafði jafnað sig var: Lúther minn er alveg nauðsynlegt þó okkur detti í hug að skemmta börnunum á Skagaströnd að fara á staðinn 15,5 metra löng á 46" dekkjum og eyða svo svipuðu eldsneyti eins og Fokkerinn á leið til Rvk og Akureyrar.

Það var nú samt rosa gaman að sjá brosið á frúnni þegar minn maður mætti á svæðið, það var nákvæmlega sama hvað liðið var að gera, allir misstu það sem þeir voru með í höndunum á jörðina.

Enn maður er náttúrulega með lítið typpi og sama sem ekkert sjálfstraust svo einhvernveginn verðum við jeppakallarnir að fá okkar adrenalín.Þetta virðist allt í lagi pabbi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert með mögnuðustu mönnum sem ég hef kynnst og ekki fleiri orð um það....

Bestu kveðjur af "neðri hæðinni". 

Bárður 20.8.2007 kl. 21:14

2 identicon

minnimáttarkennd Lúther minn, minnimáttarkennd heitir þetta fyrirbæri sem þú þjáist af.  Við ræddum þetta um daginn, manstu þetta með nágrannana og svoleiðis.

Þetta með litlu typpinn er ættgengur andskoti greinilega, nafni þinn Sigurður Tumi er með mjög mjög mjög lítið typpi, svona rétt eins og dyrabjalla, hann hefur sem sagt fengið litla typpið frá þér en fallegu augun mín, eða fylgir þetta Sigurðar nafninu??????

Er mjög fúl að þú skyldir ekki nenna að bruna til mín á Eyrina, bara svo að þú vitir það.....

Ekki kveðja að norðan

Sif

Sif litla systir þín... 20.8.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ja hvur gremillinn - þarf ég þá að fá mér stærri dekk undir Cherokee jeppann, eða ætli það geti samrýmst að vera hvort tveggja í senn með lítið typpi og venjuleg dekk? ekki get ég fengið mér stærra typpi, nei bara pæla

Páll Jóhannesson, 21.8.2007 kl. 16:24

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Stærðin skiptir ekki máli í öllum málum. stundum er betra að vera smár enn knár.

S. Lúther Gestsson, 21.8.2007 kl. 17:47

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eins og ég segi alltaf. Aðalmálið er að kunna að nota græjurnar, ekki stærðin á þeim.

Markús frá Djúpalæk, 22.8.2007 kl. 09:18

6 identicon

Bíddu bíddu hvað voru menn að missa úr höndunum þegar að þú mættir á svæðið?????Veit ekki betur en að þú hafir mætt á svæðið um tvö leytið að NÓTTU og allir verið farnir að sofa á svæðinu.

Svava systir 22.8.2007 kl. 16:47

7 Smámynd: Vignir Arnarson

Nú auðvitað misstu menn KONURNAR sínar þegar Lúddinn mætti,en ekki hvað,og svo á þetta að heita systir þín  dammmmmmmit................................

Vignir Arnarson, 23.8.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband