Fimmtudagur, 23.8.2007
VANDRÆÐI!!
Auðvitað gat ég komið mér í vandræði nú í dag, Ég þekki vandræði, ohh já ég veit að ég hef komið mér í slæm mál.
Nefnilega þurfti ég endilega að taka þátt í umræðu um gólf í dag, ekki parkett eða slíkt heldur þetta með kúlu og járnstöngina. Mér fannst bara að ég væri að verða útundann þegar félagarnir voru að spjalla um eitthvert mót sem var á nesinu um daginn og sletti framm einhverjum "staðreyndum" um þetta mót.
Auðvitað fannst mér sjálfsagt að kíkja á strákana á völlinn á morgunn og taka eins og einn hring. Hvað svo sem hann er langur. Þar sem ég á ekki gólfsett sagði ég að settið mitt hefði verið eftir í Noregi um daginn og svo þyrfti ég að fá lánað sett. Því ekki spilaði ég með bensínstöðvarkylfum svona langt kominn.
Eitthvað vildu nú strákarnir fá að vita hvað ég gæti í gólfi enn auðvitað fór ég í kringum spurningar þeirra eins og fugl í kringum eik. Talandi um Fugl?? Mér skilst að það sé ágætt að fá Fugl og líka er flott að fá Örn.
Enn ég er aðeins búinn að lesa mér til um þetta eftir að ég kom heim enn finn hvergi hvort gott er að hafa leikið á Uglu, ég sagist nefnilega hafa leikið á Uglu í Noregi og því fannst strákunum ekkert skrítið að settið hefði orðið eftir, töluðu um að það hefði örugglega verið gert upptækt.
Énn ég hef í gegnum árin getað komið mér í vandræði og alltaf leyst þau upp á eiginn spítur og á helvítis grasið skal ég labba og spila gólf. ég nefnilega ætla að meiðast á fyrsta teig eða flöt og því er auðvitað fullkomlega skiljanlegt að ég vilji ekki taka sénsinn á að labba allar þessar holur og meiðast meira.
Til að ég verði ekki baktalaður og gert grín að mér fjarverandi ætla ég að haltra um súpandi kveljur af og til og leiðbeina strákunum um það sem mér finnst betur mega fara.
Ef einhver les þetta má hann vinsamlegast benda mér á hvaða prik ég á að slá upphafshöggið með, ég þarf ekkert mikið meir enn það því ég meiðist strax í sveiflunni.
Athugasemdir
Winston Churchill sagði eitt sinn ,, golf er heimskuleg íþrótt í það fyrsta nota menn allt of litla kylfu til að slá allf of litla kúlu til þess að koma henni niður í allt of litla holu. Svo eyðileggja þeir góðan göngutúr með því að dröslast með eitthvert járnarusl á bakinu og eða í eftirdragi".
Páll Jóhannesson, 24.8.2007 kl. 17:30
Ertu ekki á leiðinni norður til mín núna, ég er búin að standa sveitt í eldhúsinu í dag, snittur, gæs og rautt og hvítt í kæli og það er beðið eftfir liðinu að sunnan sem boðaði komu hingað. Viðurkennir þú það á blogginu þínu að þú sért að reyna að setja litla kúlu ofan í litla holu sem búið að að moka í grasið. Bara svona að dudda þér í bænum á meðan ég er gjörsamlega búin að þeytast út um allan bæ og redda hinu og þessu fyrir liðið að sunnan. Nei nei hann er í HOLULEIK OG HVAÐ Á ÉG ÞÁ AÐ GERA VIÐ HELVÍTIS SNITTURNAR OG GÆSINA, ÞÚ SKALT SKO FÁ AÐ ÉTA ÞÆR FROSNAR NÆST ÞEGAR ÞÚ MÆTIR Á SVÆÐIÐ.
Ekki kveðja frá mér Sif
þú þarna Denni dæmalausi.... 25.8.2007 kl. 01:39
Ég get ekkert hjálpað þér, veit ekkert um golf. Styð þetta sem Mr. Churchill sagði, mjög sniðugt.
Halla Rut , 25.8.2007 kl. 19:25
Þetta var fljótspilaður hringur, ég snéri mig á ökkla og brákaði úlnlið á fyrsta hring, alveg ótrúleg óheppni enn þetta var vegna slæmra veðurskylirða.
Já Keli minn þegar menn stinga af til Köben og mæna úr sér augun í búðargluggum þar sem fáklæddar konur standa í gluggakistum þá....Nei ég má ekki gera hana Ingu vonda.
Verðum í bandi í hádeginu á morgun.
S. Lúther Gestsson, 25.8.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.