Fimmtudagur, 30.8.2007
Þjófavörn... allir frá.
Hér var búið að hella á könnuna og fara í bakaríið kl 08 í morgun, ástæðan var sú að hér birtist maður frá Securitas inn á gólfi með hálfan bílfarm af öryggiskerfi. Hreyfiskynjara, myndavélar, reykskynjara, vatsnskynjara og náttúrulega fjarstýringar fyrir allt góssið. Það mætti halda að maður ætti fullt hús af ómetanlegum málverkum eða húsgögn frá 1880.
Enn svo er ekki, konan vildi bara fá að getað farið í frí áhyggjulaus og sofið áhyggjulaus, ekki treystir hún greinilega húsbóndanum til að vakna og lemja innbrotsþjófana ef þeir kæmu.
Enn ég hef samt gríðarlegar áhyggjur af þessu öryggiskerfi öllu saman, það hefur nefnilega sýnt sig að yfirleitt fer þetta alltaf í gang af óþörfu, og það get ég sagt ykkur án þess að ýkja eina línu að þegar þetta fer allt í gang er eins og verið sé að ræsa út alla Reykjavíkurborg vegna hættuástands, þvílíkur er djöfulsins gauragangurinn það fékk ég að heyra í hádeginu og sit hér eiginlega ennþá með hund greyjið í fanginu og berst við að veita honum áfallahjálp í 7 skiptið í dag hann hefur ekki einu sinni sötrað vatnið sitt.
Konunni finnst frábært að hægt sé að hafa kerfið á neðri hæðinni meðan við sofum á efri hæðinni, svo ef maður þarf að fara niður og ná sér í mjólkurglas um miðja nótt þarf maður "bara" að muna að taka kerfið af áður enn maður stígur í stigann. Ég sé mig og hundinn fyrir mér gjörsamlega rænulausa, dauðrotaða með beinbrot liggjandi í miðjum stiganum núna mjög fljótlega.
Ég er ekkert að plata með hávaðann í þessu dóti og hef ég þessvegna rosalegar áhyggjur af honum Herði nágranna mínum sem býr reyndar í húsinu við hliðina á mér, hann er rúmlega 70 ára og getur ekkert tekið við svona sírenuvæli án þess að fá nokkur aukaslögog það getur verið mjög hættulegt fyrir hann.
Þess vegna hef ég sest niður með honum í kvöld ásamt hundinum og farið yfir þetta með honum og sagði að þetta sé alls ekki gert til að halda fyrir honum vöku eða koma honum frá. Enn sko hann hefur meiri áhyggjur af frúnni sinni sem er reyndar kominn á 81 aldursár og því bað hann mig um að setja kerfið helst ekki á þegar ég færi burt úr bænum, því þessir kallar frá gæslunni eru víst alltaf svo lengi að rata í þessi hús segir hann. Enn því get ég auðvitað ekki lofað honum, því er hann soldið súr út í mig núna. Honum fannst nóg að hafa hundinn minn heima.
Enn ég veit að þegar kerfið fer í gang í fyrsta skiptið af óþörfu, því það skeður pottþétt , þá mun ég ekki getað horft framan í kallinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.