Vopnuð rán.

Ég fékk heimsókn í eitt fyrirtækja minna í dag og þar var maður sem kynnsti sig sem leynirögreglumann, hann var svona bara venjulega klæddur og alls ekki hægt að sjá að þarna væri lagana vörður á ferð.

Erindi hans við mig var að spyrja út í hvaða vinnureglur væru í gildi ef vopnað rán yrði framið hjá mér. Ég sagði við hann að blað frá lögreglunni væri bakvið og vissi ekki betur enn staffið mitt hefði kynnt sér innihald þess.

Svo var nú farið að ræða málin og sýndi hann mér myndir af vopnum sem gerð hefðu verið upptæk við vopnuð rán.  Dúdda Mía... þarna voru hnífar sem myndu duga vel við að skera hval niður, haglabyssa, og svo afsöguð haglabyssa sem er víst voða vinsæld þessa dagana. Alls konar sprey og rafbyssur.

Ég horfði á leynilögguna þar sem hann drakk kaffið sitt og sagði við hann að hér ynnu ca 8 manns og ég vissi ekki um neinn starfskraft sem hefði dug í sér að hreyfa hvorki legg né lið, hvað þá að teyga sig í öryggishnapp ef svona stríðstól yrði rekið upp í andlitin á þeim. Þetta eru bara svona tól sem þeir nota í Írak sagði ég furðulostinn.

Í kössunum hjá mér er oft miklir fjármunir og er regla að losa alltaf um með vissu millibili og er það keyrt út úr verslunninni, einnig eru 8 myndavélar sem mynda allt utan dyra sem innan.

Fannst mér því ég koma vel frá þessu og lýsti þessu hróðugur við hann, rosa ánægður með mitt plan. Enn nei,nei sagði löggi mér þá frá því að alvöru þjófar væru svona nokkrar sekundur að slökkva á svona kerfi þó gott sé. Benti hann mér þá á myndir frá verkfærum svona töffara. venjulegt bifreiðaverkstæði væri vel búið svona tólum, var mér núna ekkert farið að litast á blikuna og spurði ég hann hvort hann teldi ekki bara ráðlegast að ég myndi bara losa mig við reksturinn.

Enn þá sagði hann mér að þá myndi bara einhver annar lenda í þessum byssubófum.

Því fannst okkur bara best að ég myndi fá afsagaða haglabyssu upp í nasirnar og er nú staffið komið á svona námskeið sem öllum er kennt að halda ró sinni og svona taka eftir öllu sem maður tekur ekki eftir dagsdaglega.

Einhvervegin finnst mér nú líklegra að að mesti tíminn fari í að vekja konurnar upp ef svona hálvitar létu sjá sig, og náttúrulega fá þær til baka í störf sín.

Enn það er samt pínu gott að vita til þess að löggan fær nú svona rafræn boð beint í stjórnstöð og segast svona 30-60 sek á staðinn ef boð berast, skil nú samt ekki alveg hvernig þeir ætla að komast í gegnum alla þessa umferð á þeim tíma sem nú er orðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er þetta satt? Eða ertu að grínast?

María Kristjánsdóttir, 14.9.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Láta bara alla íklæðast Stormtrooper búningum við vinnu sína. Það virkar alltaf.

Markús frá Djúpalæk, 14.9.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Lúddi minn,þú talar eins og kaupfélagsstjóri að autan "Í EITT FYRIRTÆKJA MINNA"  

Vignir Arnarson, 14.9.2007 kl. 18:24

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Er þá ekki málið Viggi minn að þú svarir hvað ég á mörg fyrirtæki? Hérna er kaupfélag í Þorlákshöfn?

S. Lúther Gestsson, 15.9.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband