Hugleiðing kvöldsins.

Í kvöld komu hjón inn í verslun mína sem ég kannast lítið eitt við. Þau þekktu foreldra mína sem eru bæði nýlega fallin frá. Allt í einu var ég komin í litla sögustund þar sem þau minntust þeirra hjóna með skemmtilegum hætti. 

Talað var um hvað mamma var dugleg fram á síðasta dag og hvað pabbi hafi verið bóngóður og góður hljóðfæraleikari.

Þegar þau svo fóru þyrmdi mikið yfir mig, ég varð pirraður, leiður. Reiður.

Ég uppgvötaði svo áðan að allt þetta mikla annríki og miklu breytingar sem staðið hafa yfir hjá mér hafa kannski verið þess valdandi að ég hef lítið getað hugsað til þessa elskulegu foreldra minna.

Ég finn það sterkt....

Ég sakna Mömmu og Pabba.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallinn minn.

Yfirleitt verður maður að hafa fastann tíma og stað til að setjast niður, ég veit það manna best að það að setjast niður og gera ekkert er ekki eitthvað fyrir þig.  Enn taktu frá stól fyrir mig, ég kem.

Veit þú verður farinn að brosa framan í okkur öll eftir smá tíma, þannig er það nú bara,  húmorinn og góða skapið fer yfirleitt fram fyrir hitt hjá þér.

Haltu þínu striki.

Halli

Halli 17.9.2007 kl. 22:09

2 identicon

Já ég líka

Svo styttist í afmælið hennar mömmu og dánardaginn hans pabba, bara svo að þú vitir það þá er ég búin að vera reið, ógeðslega reið og bitur út í lífið í 2 ár.  Þetta er svo ósanngjarnt allt saman !!!!!!

Smá forvitni, hvaða fólk var þetta ?

Kv Sif

Sif litla systir þín... 17.9.2007 kl. 23:58

3 identicon

Já Lúther minn lífið hefur ekki verið sanngjarnt við okkur síðustu tvö ár,þetta er allt búið að vera allveg hræðilega erfitt,svo eru svo erfiðir dagar framundan.En við verðum að vona að það það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman og við verðum vonandi betri og sterkari manneskjur þegar að sárin fara að gróa.Reyndu að hafa það sem allra best og láta reiðina ekki taka yfirvöld.Kveðja Svava systir

Svava systir 19.9.2007 kl. 15:51

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Hamingjan er ekki að fá það sem ég vil, heldur að vilja það sem ég hef.

Meðan dagur er
Í indverskri sögu greinir frá kóngsdóttur sem mátti fara yfir akur og tína öx. Henni var heitið að öll öxin sem hún tíndi yrðu að demöntum. En hún mátti aðeins fara einu sinni yfir akurinn. Kóngsdótturinni þótti fyrstu öxin ósköp lítil. Því ætlaði hún að bíða með að tína þangað til hún kæmi í miðjan akurinn. En þegar þangað kom fannst henni öxin þar heldur ekki vera nógu stór. Þannig hélt hún áfram og vildi ekki líta við öxunum uns hún var komin yfir allan akurinn. Þá hugðist hún hrifsa nokkur öx í skyndi en þá var það orðið of seint. Við lifum aðeins einu sinni og ævin líður hratt þó að mörgu ungu fólki finnist hún vera löng. Hún er hraðfleygar mínútur, klukkustundir, dagar og ár. Á þessum stundum, sem streyma jafnt og þétt í hafið þar sem enginn tími er til, gefast okkur hin mörgu verkefni og tækifæri lífsins. Margur maðurinn ýtir frá sér litlu verkefnunum af því að hann sækist eftir þeim stóru. Sumir sjá ekki litlu atvikin af því þeir vilja höndla mikla reynslu. Og ævin líður. Margir standa aðgerðalausir á torginu og hafa ekki fundið sér smáskika í ríki Guðs. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. Sá sem tíndi litlu tækifærin á akri tímans, var reiðubúinn til að þjóna og hjálpa, var fús til að vitna um Drottin, jafnvel þótt einungis væri með vinsamlegu orði eða bolla af köldu vatni, hann skal finna fangið fullt af dýrðlegum demöntum í lok tímans. „Oss ber að vinna verk þess er sendi mig á meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið.“ (Jóh. 9,4).

Starfa því að nóttin nálgast.
Nota vel æviskeið.
Ekki veist þú nær endar
ævi þinnar leið.
Starfa, því aldrei aftur
ónotuð kemur stund.
Ávaxta því með elju
ætíð vel þín pund.

Vignir Arnarson, 19.9.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Lúther. Þetta er fallegt og einlægt hjá þér.

Að missa foreldra er mikil sorg, svo ekki sé nú talað um á góðum aldri eða óvænt.

Ég þekki það. 

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó 

Karl Tómasson, 19.9.2007 kl. 20:46

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Fallegar og góðar minningar verða aldrei frá manni teknar - haltu í þær - njótu þeirra - þær ylja manni um hjartaræturnar.

kv frá Akureyri

Páll Jóhannesson, 22.9.2007 kl. 11:52

7 identicon

Ég samhryggist þér innilega.  Ég vona að þú getir notið þess að rifja upp góðar minningar af foreldrum þínum því þær veita manni svo mikið þótt það sé erfitt um leið.

Kveðja, 

Díta 22.9.2007 kl. 18:14

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég samhryggist þér innilega, það er bara svona, að ef allt er eðlilegt, þá missir maður foreldra sína einn daginn.

Því miður gerist það oft allt of fljótt, en það er gott að eiga góðar minningar. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.9.2007 kl. 21:37

9 Smámynd: Gulli litli

Þetta er mjög fallegt hjá þér. Þekki þig ekkert en kannast við þessar aðstæður....Gefðu þér tíma til að hugsa um foreldrana og tala við þau. Lifðu heill.

Gulli litli, 24.9.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband