Iðnaðarmenn

Ég hef verið að stelast svona í einn og einn dag austur í bústað að græja ýmislegt og því hefur verið farið svona álíka oft í Húsamiðjuna síðustu daga og síðustu tvö árin samanlagt.

Eitt hef ég þó tekið eftir, og það er hvað gömlu karlarnir eru eitthvað svo heimspekilegir á svipinn þarna inni, svona eins og þeir viti allt og svo hafa þeir voða gaman af því að hlera hvað ungu mennirnir eins og ég sem ekkert vita og kunna eru að biðja um.

Ég var lengi að útskýra um daginn fyrir einum starfsmanni hvernig skrúfjárn mig vantaði, og þegar ég svo mundi að það hafði ein átta horn, þá gólaði allt í einu eldri maður sem þóttist vera að skoða sagablöð, unga manninum vantar Tork skrúfjárn. Svo labbaði hann í burtu hélt í axlaböndin og rak bumbuna út í loftið, agalega ánægður með sig kallinn, og auðvitað tók hann ekkert sagablað.

 Svo var ég svolítið seinn fyrir í morgunn og var svolítið utan við mig í einum rekkanum þegar það vatt sér maður fyrir hornið og bauð fram aðstoð sína.  þá sá ég að þetta var hann Halli bróðir Ladda. Ég brosti og sagði svo að mig dauðvantaði Horobúrru skrúfur. Það kom agalegur svipur á kallinn maður og gleraugun sigu niður á nefbroddinn, Fyrirgefðu hvað sagðirðu herra minn stamaði Halli. Nú Horobúrru skrúfur sagði ég og þóttist leita alveg gríðarlega. 

Og hvurnig eru þær spurði Halli og var kominn með gleraugun í aðra hendina, svona eins og við köllum teinóttar svaraði ég strax og hélt áfram að gramsa í rekkanum. Í hvað notarðu svona skrúfur vinur sagði Halli og var orðinn all svakelgur á svipinn, ég er að þrykkja saman þrengslum sagði ég áhugalaus og gramsaði enn hraðar.  Ha...??? Ertu að hvað sagði gamli og var kominn með glauraugun í munninn og báðar hendur á mjaðmirnar. Ég er að þrykkja saman 4,5" þrengslum og vantar Horobúú skrúfur, þessar teinóttu svarði ég.

Bíddu við sagði Halli og gekk burtu og svo sá ég hann ekki aftur.

Enn svipurinn á 3 menningunum sem hlustuðu á allt án þess að ég vissi það hef ég aldrei séð fyrr eða síðar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Fannstu horobúú skrúfurnar eða fórstu tómhentur út?

Þrykkja saman þrengslum !!! Frábært

Getur greinilega verið gaman að vinna þarna djö...held ég að Halli hafi skemmt sér vel, sé hann í anda - af - þig líka!

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Lúddi,er þetta fólk að gera grín af horobúú skrúfunum og að Þrykkja saman þrengslum .

Hefur þetta fólk virkilega aldrei unnið ærlegt handtak heima hjá sér eða hvað að vita þetta ekki,ég meina held að húsó ætti að fara að fá sér alvöru fólk í vinnu,ég ætti sennilega að fara að selja þar,er hvort ð er búinn að seigja upp hérna.

Vignir Arnarson, 4.10.2007 kl. 18:17

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Fólk kann vignir minn greinilega ap smíða. Ertu búinn að sega upp í vinnunni í 14 skiptið Viggi minn, hvernig heldurðu að það gangi að láta litla manninn forstjórann skilja það í þetta skiptið?

Annars líst mér vel á að þú farir að vinna í Húsasmiðjunni, þá fær maður loksins einhvern almennilegann afslátt.

S. Lúther Gestsson, 4.10.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband