Miðbæjarlífið.

Það er svona rólegheitarhelgi framundan hjá mér og er ég ekkert stressaður yfir því að fara snemma að sofa, sá stutti sér um að vekja mig einhverntíma fyrir hádegi.

Ég ákvað að taka smá rúnt í miðbæ Reykjavíkur eftir miðnætti í kvöld. Að vísu var töluverður undirbúningur fyrir þessa forvitnisheimsókn í miðbæinn.  Sögur hermdu nefnilega að þar væri fullorðið fólk hendandi glerflöskum í allar áttir og lintu ekki látum fyrr enn lagana verðir hendtækju þá, nú fólk er víst farið að taka upp á því að pissa utan í alla bíla, hurðarhúna, verslanir og eiginlega bara hvar sem er,  það eru að vísu aðalega karlmenn,  enn sést hafa kvennmenn girða niður um sig og búa til læk niður Laugaveginn. 

Hópslagsmál eru orðin á hverju götuhorni og þykir enginn maður með mönnum nema lemja allavega 3-4 niður meðan hann reykir sígarettuna áður enn hann fer inn á pöbbinn aftur.

Ég valdi að fara á bifreið konunnar þar sem hann er aðeins ódýrari og eldri, vissi ekki nema ég kæmi á vökubíl heim. Þegar í miðbæinn kom ákvað ég að stoppa vel frá gangbrautum og sýna fulla kurteisi í alla staði, brosa framan í lýðinn sem gekk yfir með glerflöskur.

Enn hvað sér maður. Þarna blösti við jakkaklæddir menn hlægandi, spjallandi og takandi í hendur á öðrum vegfarendum, konurnar voru hverri annari fegurri, í síðkjólum undir fallegum skinnkápum. Öll ölvun faldist vel undir brosandi andlitum.

Ég kannski var of snemma á ferðinni, allavega kom bíll frúarinnar heill heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Lúddi minn,þessir jakkaklæddu brosandi menn voru að brosa til hennar Völlu,og fallegu konurnar voru líka að gera það.

Vignir Arnarson, 8.10.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband