Essó Kaffi.

Snemma í sumar kom ég við á Essó stöðinni í Hveragerði, sem er svo sem ekki frásögu færandi nema að elskulegur afgreiðslumaðurinn þar gaf mér svona kaffikort sem á stendur að ég sé í hópi góðra viskiptavina Esso á fái því frítt kaffi. Þetta kort hefur hreinlega oft bjargað lífi mínu og var geymt kyrfilega í sólskigninu.

Nú svo kom sá tími að kaffibollarnir 10 runnu niður og enginn innistæða lengur á kortinu fína. Ég hef oft spurt afgreiðslufólk á Esso hvort ég geti ekki fengið nýtt svona kaffkort, enn enginn kannast svo mikið sem við svona kort.

Oft hefur legið við rifrildi og leiðindum þegar ég hef rökrætt við afgreiðslufólkið að þetta hafi ég fengið gefins í Hveragerði. Um daginn bað ég mann um að leita undir afgreiðsluborðinu, enn hann þverneitaði og sagði þetta hreinlega ekki til og kaffið kostaði 150kr. Ég hef ekki gefist upp og leita oft eftir að tala við ungu stelpurnar því þær eru svo saklausar og myndu örugglega gefa mér tvö svona kort. Enn ekkert, alltaf skal ég punga út fyrir kaffið sem mér finnst blóðugt því þetta á að verafrítt þar sem þetta er þjóðardrykkur okkar íslendinga.

Enn svo var það núna seinnipartinn að ég átti leið frammhjá Hveragerði og mundi allt í einu eftir góða afgreiðslustráknum og renndi því inn á Essó. Þegar ég var að borga samlokuna mína og Dísel olíuna bað ég um kaffibolla. 150 krónur svaraði kona sem var á leið á ellilífeirinn sinn, ég sagði henni söguna af elskulega drengnum sem gaf mér 10 miða kaffikort, Enn nei,nei hún hafði aldrei heyrt af þessu og sagði mig rugla þessu og þetta hefði aldrei verið til hérna.

Upphófust núna miklar samræður sem ég ætla ekkert mikið nánar útí og sé það svona eftir á að þarna voru notuð orð sem hefðu aldrei þurft að notast.

Bensínafgreiðslukallinn kom með bolla og spurði hvort ég vildi mjólk útí, hann ætlaði að gefa mér kaffið. Já hreinlega gefa mér einn bolla, enn þá gerðist alveg gersamlega óskiljanlegur hlutur Ellilífeyrisþeginn bannaði honum að gefa mér kaffið. Hún bannaði honum að gefa mér kaffið, sagði mig dónalegann og.......Enn það var bara ekki rétt hjá henni. Bensínkallinn talaði lengi við mig úti og var að meginatriðum sammála mér.

Verst að öllu var að þar sem ég neitaði að borga kaffið keyrði ég með goslausa appelsín yfir heiðina. Hveragerði?? Nei þangað fer ég aldrei aftur.

 

Góðir lesendur ef þið vitið hvar ég fæ svona kort látiði mig þá vita, því þetta er einhverstaðar til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Essó ! er ekki búið að jarða það ?

Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 02:31

2 identicon

Ertu nú farin að rífast við gamlafólkið yfir kaffi?

hneyksluð 9.10.2007 kl. 08:11

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Lúddi minn,þetta er nú bara gefið,ókeypis,frítt,gratís og þrálátlega beðin um að fá þér kaffi í skálanum í Þorlákshöfn,bara koma i "kaffi" vinur. 

Vignir Arnarson, 9.10.2007 kl. 12:54

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Maður á aldrei að vera ókurteis við fólk sem hugsanlega gæti gefið manni kaffi. Það er grundvallarregla í mannlegum samskiptum. Aldrei!

Markús frá Djúpalæk, 9.10.2007 kl. 14:48

5 identicon

Lúther minn þér var nær að stoppa ekki á Shell he he. og taktu eftir að ég er búinn að læra að skrifa nefnið þitt, reyndar eftir 2682 tilraunir. PS þú færð fritt kaffi hjá mér og þú mátt nota mjólk og sykur. Kv Ofsi

Ofsi 9.10.2007 kl. 21:44

6 identicon

smá klúður með nafnið, það átti ekki að vera nEfnið. en það er ekki við öllu séð he he

Ofsi 9.10.2007 kl. 21:46

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég get eiginlega ekki lesið úr þessu enn ykkur hafi verið svona eiginlega alveg sama þó ég hafi þurft að drekka goslaust appelsín yfir Hellisheiðina, það þykir mér miður. Þó þykir mér mikið til þess koma að Ofsi ætli að hella upp á fyrir mig, enn það hlýtur að liggja eitthvað undir.

Vignir hvar er þessi Þorlákshöfn? er það nýja bryggjan við Grímsey?

S. Lúther Gestsson, 9.10.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Halla Rut

   

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 00:25

9 identicon

Að fullorðinn maður skuli nenna að standa í stappi og þrasi út af ókeypis kaffi! Ef þú hefur ekki efni á kaffinu, helltu þá bara upp á heima hjá þér á kvöldin

Hafdís 10.10.2007 kl. 11:35

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nákvæmlega - nesti er hollt. Meira að segja kaffi í nesti. Goslaust appelsín er gott.

Markús frá Djúpalæk, 10.10.2007 kl. 13:06

11 Smámynd: Vignir Arnarson

Lúdd minn ef þú verður ekki til friðs,þá sendi ég á þig vísu sem svo allir vinir þínir lesa og trúðu mér það villt þú ekki eins og þú auðvitað veist.

Vignir Arnarson, 10.10.2007 kl. 14:46

12 identicon

Nei nei Lúter minn þú þarft ekki að hafa erindi þó þú droppir við í kaffi, enda ekki hægt að láta þig þamba goslaus gos :-)

Ofsi 10.10.2007 kl. 19:10

13 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já Hafdís ég kem ekki til með að rífast meir við ellilífeirisþega um að gefa mér kaffi, finnst nú samt  svona að olíufélögin skuldi okkur það að gefa okkur kaffið. Svoleiðis er það nú til dæmis á Olís á Selfossi þeir gefa manni kaffi.

Markús minn gamalt kaffi á brúsa er ekki gott.

Ég skora á þig Vignir að semja um mig eina vísu, af nógu er eflaust að taka.  Spurning hvar þú eigir að byrja.

Ofsi ekki tókst þér að skrifa nafnið mitt rétt lengi. Kallaðu mig bara Lúdda eins og svo margir aðrir þó það sé ljótt nafn er það betra enn nafnið mitt vitlaust skrifað.

S. Lúther Gestsson, 11.10.2007 kl. 01:36

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Elsku karlinn minn, veistu ekki að víða á OLÍS stöðvum er kaffið ókeypis fyrir viðskiptavini.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband