Upphanleggirnir stækka.

Nú í morgunn rann stundin upp, stund sem ég hef oft sagt á hverju gamlárskveldi að ég ætli að fara að láta rætast. Nú loksins varð af því. Ég mætti í ræktina!!

Þetta voru alls ekkert erfið skref inn í salinn eins og svo margir sega að þau séu, enda var ég ákveðinn að láta eins og ég væri hundvanur lóðum og sandpokum. Einar vinur minn mætti með mér og ætlaði að líta til með mér svona þar sem honum fannst ansi langt síðan ég hefði hreyft mig eitthvað reglulega.

Enn ég vildi alls ekki láta sjást að hann væri einhverskonar kennari og reyndi því að starta tækjunum áður enn hann kom að þeim og vera helst byrjaður að taka á þegar hann rölti í átt til mín.

Enn vá kropparnir þarna inni, það á nátturulega að vera stranglega bannað að hleypa meira enn 5 Fitness stelpum í salinn í einu, ekki það að það hafi nokkuð truflað mig, enda sagði ég Einari að mér finndist 2 stelpur horfa full mikið á mig. Hann sagðist vita það því þær hefðu áhyggjur af mér.

Svo var hann í búningsklefanum þegar ég fattaði það að sprauta úr vatnsbrúsanum undir handakrikana á mér. Einar hváði bara þega hann kom til baka, minn bara búinn að taka á því og augun ætluðu út úr hausnum.

Enn þó ég hafi tekið það rólega fyrsta tímann, full rólega fannst sumum, þá finnur maður hvað þetta er gott, ég skil vel að fólk verði háð þessu. Ég ætla að reyna að komast aftur fyrir jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Aðalmálið er að fara ekki of geyst af stað...... come on drengur þú verður eins og Tarsan um jólin.

Páll Jóhannesson, 25.10.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband