Fataskápar frá IKEA

Þið hafið séð hamingjusömu fjöldskylduna sem er öll saman brosandi út úr eyrum skrúfandi saman fallegann fataskáp úr IKEA. Gott fólk látið ekki brosandi familíuna blekkja ykkur. Þetta er sviðsett mynd.

Nú hef ég eytt drjúgum hluta kvöldsins með svona grip í höndunum, og get staðfest það hvar og hvenar sem er að mér hefur bara ekki stokkið bros á vör. Það er bara fyrir öll okkar 15 ára samveru gegnum þunnt og þykkt að ekki eru komnir brestir í sambandið, allt út af þessum eina fataskáp.

Fyrir það fyrsta eru verkfærin sem fylgja með skápnum ekki laghentum heimilisföður samboðin og þegar á að klára verkið með alvöru 1500w græjum nei,nei þá bara passa þau ekki.

Það er sko alls ekki fyrir hugviti IKEA manna að fataskápurinn stendur núna samanskrúfaður á gólfinu, fyrir utan kannski smá rifu milli hurðanna, heldur fyrir algera snilligáfu undirritaðs sem neiddist til að horfa framhjá leiðbeiningar bæklingnum og finna lausnir sjálfur með aðeins pínulítinn sexkant í höndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni þór

kannast við þetta, erfitt að brosa rétt á meðan

Árni þór, 3.1.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband