Jólagjöf sem fór á topp 5 listann sem af er.

Ein nytsamlegasta jólagjöf seinni ára sem ég hef fengið fékk ég nú um jólin. Hér er á ferðinni bandarísk uppfinning og varð ég því beggja blands er ég horfði á gripinn þegar jólapappírinn lá á gólfinu.

ROBO-MOB heitir dýrið og eins og nafnið gefur held ég til kynna eins konar vélmenni sem moppar, ég lýg ekki einu einasta orði strákar, þið verðið að eignast græjuna. Ég er búinn að vera að prófa hlutinn og hann svona svínvirkar. Fer meðfram veggjum, snýr við þegar hann rekst á stól og borðfætur, undir sófa, inn í eldhús og er það hljólátur að hann yfirgnæfir ekki íþróttaþulinn á Sýn.

Ég setti mig einfaldlega í stellingar í sjónvarpssófanum, stillti á leikinn setti kvikindið á gólfið og allt gerðist, hann fór undir sófa kom með tvö Snickers bréf, smá poppkorn og burraði svo með dótið um allt án þess að skilja það nein staðar eftir.

Ok, hundurinn misskildi geimið eitthvað og hélt að ég væri að leika við sig og gerði tilraun til að steindrepa uppfinninguna á nýju íslandsmeti enn moppann stóð hann meira sega af sér.

Hundurinn er búinn að gelta á hlutinn í 3 daga stanslaust enn er nú orðinn leiður á honum svo þetta er bara burrandi gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, blessaður vertu. Sá gamla færslu hjá þér um kaffikort á Esso (N1) og þarsem ekki er hægt að gefa athugasemd þar færðu hana hérna. Langar endilega að fræða þig um þetta, af e-m ástæðum.

Þessi kaffikort eru gefin föstum viðskiptavinum, og mögulega einhverjum öðrum líka. Ég hef kíkt við á nokkrum stöðvum til að forvitnast um þetta mál og oft virðist sem afgreiðslufólkið annaðhvort viti ekki að það sé gefið - eða að það felur það af einhverjum óútskýranlegum ástæðum.

Svo það er til lítils að hlaupa útum allt að rífast við afgreiðslufólk um þetta kort - best er líklega að annaðhvort gerast fastur viðskiptavinur einhversstaðar svo fólkið sjái loks að þú drekkir mikið kaffi hjá þeim og gefi þér kaffikort svo þú farir ekki á hausinn - nú, eða einfaldlega að koma með gamla útrunna kortið og spyrja hvort þú gætir fengið það endurnýjað.

Ég hinsvegar ráðlegg þér eindregið að vera kurteis og ekki fara í fýlu þó afgreiðslumaðurinn segi að það sé ekki til eða hann hafi aldrei heyrt um það - því í bæði skiptin er það mjög líklega rétt. Ef hann hefur aldrei heyrt um að þetta sé til, geturðu kannski beðið hann fallega um að spyrja vaktstjóra hvort hann viti hvort þetta kort sé til. Ef enginn þarna veit til þess að þetta sé til þarna, þá einfaldlega er það ekki til. Trúðu mér, ég hef með skóla unnið oft á N1 og ég get lofað þér því að stöðvarnar eru ekki yfirfullar af þessu.

Ef þú hinsvegar einhverntímann ákveður að kasta kurteisinni út og ferð í fýlu við afgreiðslufólkið - þá er ekki séns að það nenni að redda þér. Afgreiðslufólk á það nefnilega til að vera miklu fúsara á að hjálpa þér ef þú kemur fram við það einsog fólk.

Leifur Finnbogason 7.1.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband