Leikfimi og konurnar okkar.

Betri helmingurinn á heimilinu er búin að taka þá ákvörðun að fara í leikfimi, þetta þykir alls enginn frétt því allir karlmenn þekkja þetta.

Vinkonurnar byrja að tala saman,  ráðfæra sig hvor við aðra, bera saman bæklinga, tala um leikfimi síðustu ára, sega reynslusögur af Gunnu í vesturbænum,  og taka svo saman þessa stóru ákvörðun. KLAPP, KLAPP fyrir þeim. Enn nei,nei þær strengja aldrei nein áramótaheit, þetta var bara tilviljun öll síðustu ár að byrjað er strax eftir áramót.

Ég mun aldrei sega mig mótfallinn þessari ákvörðun þeirra, Hreyfing er holl og merki um vitsmunarlega ákvörðun að fara að hreyfa sig.

Eitt bara skil ég ekki, af hverju þarf að byrja klukkann 6:30 á morgnanna? mér finnst bara hryllilega ósanngjarnt að ég þurfi að vakna um miðja nótt því spússan mín er að fara í leikfimi, svo er það síður enn svo þægilegt að vakna við koss á kinn tveimur stundum síðar og rennblautt hárið leggst yfir andlitið á manni. HÆ, HÆ ELSKAN segir hún fíber hress og kílómetra tölurnar dynja yfir manni.

Hvað fær mann til að detta framm úr rúminu, jú hugsunin um kaffi, sígó og fréttablaðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband