Fimmtudagur, 10.1.2008
LJÓSIN FARIN.
Það hefur verið í mínum verkahring að setja upp og taka niður jólaljósin sem fara upp utandyra hjá húsinu okkar, Þetta hefur ekki gengið neitt afskaplega vel undanfarin ár, þ.e.a.s að taka ljósin niður.
Fyrir utan dyrnar hjá okkur er mikið jólatré sem þarf að setja á einhverjar 3-4 stórar seríur á ásamt ljósalengju sem nær sömu breidd og húsið upplýstir snjókallar og aðrar fígúrur þurfa sitt pláss. einnig.
Enn nú er ég búinn að taka allt niður og er þetta persónulegt íslandsmet sem ég er afar stoltur af.
það eru dæmi um að seríur hafa ekki farið niður fyrr enn um miðjan Febrúar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.