Fall er fararheill

Þegar maður er búinn að horfa á snjókomuna undanfarna daga falla niður og geta ekkert farið til fjalla vegna mikillar vinnu undanfarnar vikur brast þolinmæðin í dag, reyndar brast hún svo heiftarlega að ekki var farið heim til að setja nausynlegann búnað í bílinn. Enda átti svo sem ekki að fara mjög langt, svona dagleið sem myndi kannski enda í mátulegri sólarhringsferð eitthvað.

Enn oft endar ferðin áður enn ferðalokum er náð stóð einhverstaðar, ekki vildi betur til enn þegar komið var á fáfarinn veg sem var töluverður snjór á og mikil hálka undir missti ég stjórn á jeppanum, það er svona svolítið mál þegar jeppi á 46" dekkjum sem viktar rúm 4 tonn fer á stað.

Endaði dansinn minn utan vegar, þó sem betur fer á 4 hjólum, svo gríðarlegur snjór var fyrir utan veg að það var ekki nokkur leið fyrir mig að opna eina einustu hurð, heldur var skriðið út um gluggann og lét maður sig detta í mjúka fönnina sem náði mér svona rétt undir höku.

Förin eftir stóra skrímslið voru þannig að engu var líkara enn Boeing 747 hefði nauðlent þarna.

Eftir ca 3 klst basl náðum við félagarnir jeppanum upp og tjónið brotið framdrif ásamt lítilegum boddýskemmdum. Lítið mál þegar maður sjálfur, farþegar og önnur umferð sleppur.

Látum ekki galsann vera yfir skynseminni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Skelfingarósköp er ég feginn að vera ekki með jeppadellu....

Markús frá Djúpalæk, 17.1.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband