Mútur

Nú er það svo að ég veit að það er ekki rétt að safna liði gegn einhverri einni manneskju, nei það er ljótt, og það er alls ekki fallegt að biðja einhvern um að ljúga fyrir mann, nei,nei það má alls ekki.

Því hefur það vafist svolítið fyrir mér hvernig maður fær börnin sín til þess að fá móðurina til að samþyggja að borga áskrift af sjónvarpsstöð sem inniheldur eingöngu íþróttir. Nefnilega stöð 2 sport.

 

Síðustu dagar hafa ekki skilað fullnægandi árangri að mínu mati, allavega get ég ekki séð beinar útsendingar af Landsbankadeildinni og gat ég eingöngu aðeins horft á brot af Meistaradeildinni. 

Því hef ég breytt um taktík, ákvað að leggja harðar framm, og ákvað að kaupa dóttur mína til míns liðs.

Eitthvað var stúlkan ósátt við leikaðferðir mínar og hef ég því ekki getað stillt henni upp í fremstu víglínu, enda veit ég það af eigin reynslu gegnum nokkra flokka í boltanum að manni fer að svíða úr hungri að verma varamannabekkinn lengi.

Í kvöld var svo rosalegt leikkerfi sett upp, mamman þurfti að skreppa á fund í kvöld og um leið og frúin lokaði útidyrahurðinni hertók ég tölvuna til að sýna dótturinni að ég yrði að vera nettengdur beint inn á boltavakt Vísi.  þar fengi maður allar helstu fréttir nánast beint.

Að því loknu var stillt á KR-útvarpið og það stillt það hátt að ekki var nokkur leið fyrir dótturina að horfa á sjónvarpið. Svo var að sjálfsögðu stiginn stríðsdans þegar þulurinn upplýsti að KR hefði skorað.

Enn í miðjum fagnaðarlátunum strax í fyrsta fagni rennir stúlkan sér í kolólöglega tæklingu í lappirnar á mér, stendur upp og spyr mig hvössum rómi hvort ég ætli ekki að skúra eins og ég hafi lofað henni mömmu sinni. Hún er með barn í maganum og þú verður að vera duglegur að hjálpa henni pabbi, svipurinn..........allt varð eins og rafmagnslaust á einni sekundu og ég stóð með þvegilinn áður enn ég vissi af.

 

Mamma var pabbi nokkuð að drekka í kvöld, var það fyrsta sem frúin fékk að heyra þegar hún kom heim á nýþvegið gólfin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mikið er nú gaman að lesa um það þegar börnunum tekst að hafa vitið fyrir foreldrum sínum....

Alvöru stuðningmenn fara á völlinn og styðja liðið sitt - hinir sitja fyrir framan sjónvarpið og styrkja sjónvarpsstöðvarnar.

Páll Jóhannesson, 3.6.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég er nú bara verslunareigandi en konan er aðstoðardeildarstjóri og því gengur vinnan hennar fyrir ef hún þarf að sinna henni út í bæ.

Ég fer nú alveg á KR völlinn, enn ef ég ætlaði að heimsækja mitt aðal lið þá yrði ég að fljúga norður á KA völlinn, mig grunar samt að það verði nokkur ár þangað til við sjáum lið að norðan í beinni. 

S. Lúther Gestsson, 4.6.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband