EM og konan

Konur hafa einskonar sjötta skylningarvitið það er fyrir löngu sannað. Til dæmis þegar börnin taka allt í einu upp á því að þegja og láta ekkert heyra í sér, rjúka konurnar til, það er eitthvað að.

Nú er fjöldskyldulífið hjá mér alveg ósköp venjulegt held ég, við tölum saman.

Eiginlega líður afskaplega lítill tími þangað til annað okkar byrjar að tala við hitt ef við erum saman heima. Í dag varð kannski undantekning á, ég nefnilega læddist í sófann og horfði á EM í knattspyrnu rétt sagði humm og jamm þegar mér fannst það eiga við.

Svo kemur frúin rjúkandi framm í stofu eins og hún hefði séð draug, þá hafði ég nefnilega ekki sagt orð í svona 10 mín og það þótti minni mikið skrítið.  Lítur á skjáinn og segir andsk....er þetta byrjað? á þetta ekki að vera langt framm í mánuðinn? Hvurslags tímasetning er þetta eiginlega?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband