Laugardagur, 14.6.2008
KSÍ ORÐIÐ AÐ OFSATRÚARSAMTÖKUM?
Mér finnst miður hvað KSÍ hefur verið að dragast mikið inn í umræðuna í íslenska boltanum umræðan er nefnilega öll á neikvæðu nótunum. Eiginlega held ég að þetta hafi byrjað þegar leikmenn og þjálfarar í efstu deild karla fóru miður fögrum orðum um dómara deildarinnar og dróst þá KSÍ inn í þá umræðu með að þeir fylgdust ekki nógu vel með undirbúningi dómara og væru að hleypa þeim í gegnum ílla dæmda leiki án þess að fara yfir stöðuna með þeim.
Nú kemur formaður KSÍ í fjölmiðlum í dag og segir að þetta sé allt þjálfurum um að kenna og göslagangnum í þeim. Ég hef áður sagt að mér finnst að stjórn KSÍ eigi að sjá sóma sinn í því að viðurkenna ákveðin mistök í þeirra eigin herbúðum, það er nefnilega svolítið furðulegt að þegar tímabilið er rétt ný hafið logar allt í ílldeilum og leiðindamál orðin jafn mörg og yfir heild tímabil venjulega.
Það segir sig sjálft að það á allt eftir að sjóða upp úr ef ekki verður farið ofan í saumana á þessu og þeir hreinlega viðurkenni að ýmisleg hefði mátt betur fara.
Annars skil ég ekki hvað allt eigi að snúast um hvað KSÍ sé mátturinn og dýrðin í íslenskum bolta, ég hef t.d aldrei skilið hvað merki KSÍ sé að gera á brjóstinu á búningum landsliðsins. Þarna á bara að vera íslenski fánin og standa ÍSLAND en ekki KSÍ.
Landsliðið er að spila fyrir ÍSLAND en ekki KSÍ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.