Miðvikudagur, 2.7.2008
Tiltektaræði hjá mér og herra borgarstjóranum.
Hef haft töluverðar áhyggjur af þessu tiltektaræði sem herra borgarstjóri er a reyna að deila með borgarbúum. Hann sendi einhverjum bréf þess efnis að þeir ættu að taka til, mála, smíða slá garðin og fleira fyrir einhvern ákveðin tíma annars myndu þeir fá himinháar dagsektir.
Nú hef ég vaktað lóðina mína og týnt rusl, slegið garðinn og ýmislegt smálegt fyrir utan húsið mitt. Ég held að þetta litla rusl sem vill safnast saman stundum sé frá öðru fólki komið en mínu heimilisfólki. Þess vegna hef ég reynt að banna alla óviðkomandi umferð í kringum húsið mitt. Stend vaktina snemma á morgnanna og vísa öllum í burtu, lenti í smá rifrildi við póstinn hann var ekki einkennisklæddur nefnilega.
Fólk í labbitúr með hundana sína hafa fengið íllt auga frá mér og hef ég spurt það hvort hundkvikindið kúki hvar sem er.
Það sló verulega í brýni nú í morgun þegar Hörður nágranni fékk son sinn og tengdadóttur í heimsókn til sín, hef nefnilega ekki séð þetta fólk áður. Ég er svona að læðast með veggjum og reyna að brosa framan í þau. Ekki víst að ég fái fyrirgefningu alveg strax.
Hörður granni veit þó að ég er aðeins að gera mitt besta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.