NÚ ER ÉG BRJÁLAÐUR!!!

Nú virðist það vera í tísku að setja aldurstakmörk á tjaldstæði, sumir hafa gengið svo langt að vilja fá barnlaust fólk í burtu því þeir vita sem er að tjaldgestir sem eru barnlausir eru líklegri til að drekka og syngja en fólk með börn.

Þið sem rekið tjaldstæði og hagið ykkur svona, farið í RASSGAT, já ég segi RASSGAT!!!

Barnafólk er einmitt mikið á ferðinni þó það sé barnlaust, það heitir að fá fríhelgi frá börnum. Alls ekkert óalgengt. það að banna áfengi á tjaldstæðum sem eru fyrir almenning er einfaldlega bannað nema það sé fyrirfram auglýst, brot á mannréttindarlögum.

Ég nota til að mynda ekki áfengi  og verð einfaldlega að meta það sjálfur hvort ég vilji tjalda við hliðina á fólki sem er að drekka. Ég til að mynda ferðast með fólki sem drekkur með steikinni sinni og tekur í gítar í kvöldgolunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther minn! anda inn, anda út, anda inn........ Ég er sammála þér þjóðin er algerlega að fara yfir um varðandi þessi aldurstakmörk á tjaldstæðum - láttu mig vita það, þetta þekkjum við hér á Akureyri. Já svei attan.

Páll Jóhannesson, 3.7.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þakka þér Páll fyrir þessar öndunaræfingar, var búinn að gleyma þeim, er orðinn góður.

Heyrði á tali tveggja manna í gær að verið væri að undirbúa tjaldsvæðið við Þrastarlund sem eingöngu földskyldutjaldstæði. þ.e.a.s. fá unglingana og yngra fólkið eitthvert annað.  Þeir gáfust víst upp síðustu helgi þegar unga fólkið yfirtók svæðið með svamli langt fram á nótt með tilheyrandi sóðaskap. Kannski hafa þeir eitthvað til síns máls enn spurningin er alltaf hvort ekki er hægt að fá lausnir á vandamálum öðruvísi en með bönnum og boðum.

Inn, út, inn, út, i..... 

S. Lúther Gestsson, 3.7.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband