Laugardagur, 5.7.2008
Mynduð þið hjóla hringinn?
Ég hef verið að velta fyrir mér hjólreiðafólkinu sem kemur hingað til að hjóla hringinn í kringum Ísland.
Talar þetta fólk við einhvern áður en það kemur til landsins?
Er einhver ferðaskrifstofa sem segir við þetta fólk að drífa sig bara?
Hafiði séð svipinn á fólkinu þegar þið keyrið frammhjá því? það gæti drepið Ísbjörn með augnaráðinu, enda engin furða. Greyjin hjóla af stað og lenda svo í norð-austan 10 vindstigum og regnið beint í augun, rétt komin að litlu kaffistofunni og eiga þá ekki nema eitt stykki Hellisheiði framundan.
Ég held að við ættum að sega þessu fólki sannleikann, að það að hjóla umhverfis Íslands sé óðs manns æði. Beinlínis stórhættulegt og ef eitthvað komi fyrir sem eru allar líkur á, þá sé ekki nema rétt um 2% líkur á því að einhver stoppi og aðstoði það.
Umhverfis landið æði á sama tíma og þau unglingar sem eru yfirleitt réttindarlausir eða nýkomnir með bílpróf með magafylli af dópi sjaldnast undir 130 km á klst.
Svo sé alltaf talað um að "taka kellingar með hurðinni" um leið og hjólreiðafólk sést. Nánast enginn verkstæði kunna lengur að gera við reiðhjól. Flottast finnst mér þegar einhver snillingurinn bendir fólkinu að hjóla hálendisvegina. "Farðu bara Kjölinn". Kjölur er líklega sá staður í öllum heiminum þar sem hjólreiðar ættu að vera stranglega bannaðar með öllu. Það að beina hjólreiðafólki á Kjalveg er nánast morðtilraun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.