Sunnudagur, 13.7.2008
ÉG HEF UNNIÐ AÐ LAUSN.
Við þekkjum öll þessar þrengingar sem hægja eiga á umferð, oft eru þær staddar í íbúðahverfum sem hámarkshraði er 30km.
Allt í góðu lagi með þær nema það vill oft verða misskilningur milli bílstjóra sem eru að mætast hver eigi að aka fyrst yfir. Einhver óskráð regla er að sá sem er nær fer yfir fyrst, enn það er vill nefnilega valda misskilningi hver kom fyrstur að þrengingunni, miskilningurinn er oftast á milli ungs ökumanns og ökumanns sem komminn er á sjötugsaldurinn.
Ég hef LAUSN. Hún fellst í því að sá sem er á dýrari bíl fær forgang! Ökumenn sjá strax hvort bíllinn sem er verið að mæta er drusla eða einhver rándýr eðalkaggi.
Hér er ég til að mynda á ferð í einmitt svona þrengingu, ég lít á bílinn sem ég er að mæta og ek svo rakleitt yfir á undan, enda sést vel að bifreiðin sem ég er að mæta er bara drusla.
Nú auðvitað getur komið upp sú staða að bilar eru á svipuðu verð, enn þá ætti sú regla að gilda að sá sem er með lægra bílalán ætti að fara á undan.
Athugasemdir
Lúther! til er máltæki sem segir ,,hverjum finnst sinn fugl fegurstur...."
Páll Jóhannesson, 13.7.2008 kl. 13:12
Ég held því nú ekkert sérstaklega fram að bíllinn minn sé fegurri enn allir aðrir. Enn fyrst við erum nú farnir að ræða hann af svo miklum áhuga get ég sagt þér að verkstæðisformaðurinn hjá Heklu átti bílinn og hefur hann verið í umsjá hans undanfarin 2 ár, það má sjá glöggt á bifreiðinni að hún hefur fengið fullt viðhald og rúmlega það. Þessi bifreið er af MMC PAJERO gerð og eru undir honum 33" dekk. Enn ég er náttúrulega ekki kominn á þinn hefðaaldur til að geta rúntað um á amerískum jeppa eins og þú ekur um á.
S. Lúther Gestsson, 14.7.2008 kl. 01:14
Hvenær er maður komin á hefðaraldur? hvar eru mörkin - aldurs mörkin? nei bara pæla
Páll Jóhannesson, 14.7.2008 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.