1000 ára gömul tré með lygasögu á bakinu, burtu með draslið.

Hef verið að spá í þessi tré sem eru út um allt, þá er ég aðalega að missa mig yfir þessum stóru trjám. Þessi stóru tré eru fyrir. Þau skyggja á sólina, útsýni, ræturnar eru að eyðileggja húsin og garða nærliggjandi húsa.

Enn ef maður fer á stúfana og grenslast fyrir um tilurð þessa trjá er yfirleitt lítið um svör.

Ég setti upp sparibrosið í gær og vippaði mér að garði nágrannans og spurði út í að ég held 12 metra langt tré sem ber líklega um 2 tonn af laufi. Góðan daginn sagði ég og tók þéttingsfast í hendina á granna, helvíti eru menn duglegir í garðinum sagði ég til að hrósa, maður á víst að hrósa þá líður viðmælendum vel. Þú veist að það er sól og blíða bak við stóra tréð hérna, alveg brakandi blíða sagði ég og horfði að mér fannst blíðlega á granna.

Enn granna fannst umræðuefnið greinilega leiðinlegt og leit ekki einu sinni upp að trénu. Þegar ég fór að spyrja um tréð vissi kallinn ekki neitt, hann vissi ekki heiti spýtunnar, aldur eða nokkurn skapaðann hlut.

Enn hann vissi að langafi hans  eða lang-lang afi hans hafði sett spýtuna niður fyrir langa löngu og því mætti ekki hreyfa við greininni. Enn þá voru menn að drekka óhreinan spýra og hugsuðu ekki framm í tímann sagði ég og ætlaði að útskýra mál mitt frekar, enn granni sagðist þurfa að sækja börnin og ég yrði bara að tala við frúna ef ég vildi fá tréð í burtu.

Þetta er nefnilega málið. Fólk veit ekkert um tré í dag og til að þurfa ekki að kosta tugum þúsunda til að hreinsa þessi tré í burtu felur fólk sitt á bak við að lang,lang afi eða þar af eldra fólk hafi gróðursett trén og það myndi fylgja íll álög ef tréð yrði rifið upp, kviknaði í eða allur gróður sem eftir yrði muni steindrepast og garðurinn myndi líta út eins og Sprengisandur á eftir.

 

Tré granna sem á svo fallega ættarsögu að manni vöknar um augun. Júlí 2008 025


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég skil þig mæta vel! því miður hafa menn í gegnum tíðina troðið niður þessum spýtum án þess að hugsa út hvaða áhrif þau muni hafa á umhverfi sitt í framtíðinni. Vonandi ert þú skynsamur maður (sem ég efast ekki um) og gróðursetur af skynsemi með framtíðina að leiðarljósi. Gott dæmi um hugsunarleysi manna eru Aspir hér og hvar sem nú eru orðnar að miklu vandamáli viða um land.

Páll Jóhannesson, 17.7.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband