Miðvikudagur, 6.8.2008
Hún borgar fyrir eiginmanninn.
Ekki getur Kristján Arason borgað svona ferð sjálfur, samkvæmt frjálsri verslun er hann aðeins með rúm 170.000 Mánuði. Hann er framkvæmdastjóri Kaupþings og líklega með minni laun þar heldur en skúringakonurnar.
Sé þetta alveg fyrir mér: Þorgerður mín má ég fá smá kling til að skreppa á Mc Donalds?
Þorgerður: Venjulegur íslenskur stuðningsmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og auðvitað er allt satt og rétt sem stendur þar, eða hvað?
Viðar 6.8.2008 kl. 14:09
Hitt er verra að íslenskir ráðamenn noti ekki tækifærið til að sniðganga leikana eða halda uppi mótmælum við kínverska ráðamenn.
Mannréttindabrotaferill Kínverja er alveg hrikalegur. Þúsundir aftakna á hverju ári, margar fyrir ekki ofbeldisglæpi, framganga þeirra í Tibet o.fl. o.fl.
Arnar 6.8.2008 kl. 14:23
Til hvers að blanda saman pólitík og íþróttaleikjum á borð við Ólympíuleikina?
Þetta var reynt þegar þeir voru haldnir í Moskvu, íþróttamönnum og áhugamönnum um íþróttir til ama. Ólympíuleikarnir í Atlanta (BNA) hefði ekki átt að sniðganga þá, hvergig fara/fóru BNA menn með frumbyggjana indíána, svertingja, Víet-Nama o.s.frv. Íþróttir er ein góð leið til að sameina þjóðir í sátt og samlyndi.
Mætti halda leikana á Íslandi, í Noregi eða Færeyjum ef þau einhver hefðu bolmagn til þess = nei!, þau lönd veiða hvali og seli! Og svona mætti lengi telja.....!
Dalai Lama veit sínu viti, og vill ekki að Ólympíulakarnir skaðist af frelsisbaráttunni, hann veit að það borgar sig ekki að rugga bátnum um of!!
Kær kveðja, Björn bóndi JSigurbjörn Friðriksson, 6.8.2008 kl. 15:46
Engin afsökun fyrir BNA heldur.
Jú ólympíuleikar eru hápólitísk athöfn, annars sæktust ekki þjóðir og borgir svona fast eftir að fá að halda þá.
En að sjálfsögðu sitja íslenskir íþróttamenn eða stuðningsmenn þeirra ekki heima fyrir mikilvægan málstað. Við erum tækifærissinnar eins og aðrar smáþjóðir.
Arnar 6.8.2008 kl. 16:10
Ólympíuleikar - pólitík... fyrst við sendum íþróttafólk á leikana þá verðum við að taka allan pakkann, nema hvað? Ekki getum við verið hræsnarar hálfa leið - við verðum að ganga alla leið, til þess að vera sjálfum okkur samkvæm, ekki satt?
Páll Jóhannesson, 6.8.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.