Fimmtudagur, 14.8.2008
Það veit enginn neitt.
Það virðist allt vera hægt í borgarmálum, það má henda einstaka mönnum út ,heilum flokk jafnvel tveimur flokkum. Nú það er alls ekkert sjálfgefið þó kosið sé til 4 ára að einhver siti svo lengi.
Það má fara á bak við menn, ljúga, sega bara hreint ekki neitt hvorki ljúga né sega satt.
Ég myndi vilja sjá svona meiri íþrótta þema í þessum stjórnmálum, núna til að mynda er eitthvað vesen með samstarfið, þá ætti að meiga að kaupa menn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi selja Gísla Martein í Kópavoginn og kaupa bæjarstjórann á Seltjarnarnesi í staðinn. Eins gætu hinir lánað Ólaf og keypt oddvitann í Grímsey.
Hljómar kannski svoldið eins og það gæti aldrei gengið upp, enn það gengur hvort eð er ekkert upp.
Ég æstist allur upp í kvöld þegar ég sá starfsmenn borgarinnar lauma sér út um kjallara og bakdyr ráðhússins, sumir héldu því fram að Ólafur borgarstjóri hafi verið settur í skottið á sínum bíl þegar hann keyrði í burtu. (Óli þetta má ekki og getur verið stórhættulegt)
Ég er að spá í að prufa að mæta í svona gulu vesti í ráðhúsið á morgun og veifa höndum og þykjast vera að gera eitthvað sjá hvort öllum er ekki drullusama hvort einhver er í gulu vesti hangandi í ljósakrónunum og rífandi niður málverk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.