Föstudagur, 5.9.2008
Braut odd af oflæti mínu.
Ég hef löngum þótt góður grillari, enda grillið mikið notað á mínu heimili. Hér þykir ekkert tiltökumál að fara út á sólpall í norðan stórhríð á veturna til að elda.
Hingað til hefur grillið og ásamt 3 fermetra radíus verið algerlega mitt einkasvæði og enginn hefur fengið að koma þar nálægt, enda grillið af Bandarískri gerð með 3 brennurum á tveimur hæðum. Fjöldskyldan hefur ætíð staðið í dyrunum full aðdáunar hvernig mér hefur tekist að töfra framm hverja stórsteikina á fætur annari.
Enn nú í kvöld fékk dóttirin að taka í herlegheitin í fyrsta skiptið, þetta þótti henni afar merkilegt enda grillið algerlega heilagt.
Sjálfsagt reka einhverjar gamlar konur upp stór augu og hneykslast gífurlega yfir kæruleysinu að hleypa 9 ára gamalli stúlku í grill, enn mega þær þá vita að ég var staddur við hana allan tímann vopnaður duftslökkvitæki, eldteppi og síma.
Allt fór vel,
Athugasemdir
Síðasta vígið fallið!
Gulli litli, 5.9.2008 kl. 00:44
Nei Gulli ég hef enn yfirrétt yfir bílskúrnum, hann læt ég aldrei, aldrei.
S. Lúther Gestsson, 5.9.2008 kl. 01:42
Lúther! aldrei að segja aldrei, ALDREI. Ef konunni dettur í hug að fara nota skúrinn þá gerir hún það, það veist þú mæta vel. Til er máltæki sem segir ,,karlar stjórna heiminum, konur stjórna körlum". Já og pældu í því að dóttirin sem er 9 ára er farin að stjórna
Páll Jóhannesson, 5.9.2008 kl. 08:20
aldrei aldrei, sagði þetta líka einusinni en veistu konan tók hluta af skúrnum mínum undir þvottahús hvað gerir maður ekki fyrir þessar elskur
Jón Snæbjörnsson, 5.9.2008 kl. 11:03
Hvað sagði ég......?
Páll Jóhannesson, 5.9.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.