Sunnudagur, 7.9.2008
Stresshelgin að líða.
Nú er konan komin viku frammyfir, maður veit ekkert lengur hvernig maður á að haga sér. Á maður að þora að fara í vinnuna í dag? Á ég að fá einhvern til að leysa mig af á morgun? Ég sem hélt að ég hefði gert allt klappað og klárt fyrir viðburðin enn uppgvötvaði svo í morgun að ég gleymdi að fara í Jóa Útherja og fá KR peysu á peyjann. Eins gott að hún fæði ekkert fyrr enn á morgun allavega, held að Jói Útherji opni kl 10 í fyrramálið.
Fáránlegt kæruleysi að vera heldur ekki búinn að setja stærri dekk undir jeppann, veit ekki hvernig sá ófæddi tekur þessu.
Nú sitjum við öll familían og horfum á Latabæ, veit ekki hvort það geti flýtt fyrir fæðingunni. Glanni glæpur, og bæjarstjórinn í Latabæ hafa ekki beint róandi áhrif á konuna.
Athugasemdir
ja hérna hér og ég sem sá ykkur hjúin fara á fæðingardeidlina í fréttunum fyrir helgi.......
gangi ykkur vel
Kveðja Lella
Helena Sigurbergsdóttir, 7.9.2008 kl. 14:43
Það var bara í súlu, línu, hjarta eitthvað rit.
S. Lúther Gestsson, 7.9.2008 kl. 19:13
svoleiðis, hélt það væri orðið fréttaefni þegar þið færuð á fæðó. Þið þurfið að fara að kennan krökkunum ykkar stundvísi, síðast allt of snemma nú of seint
Helena Sigurbergsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:14
Hef heyrt fólk tala um að við sáumst þarna fyrir utan, sá ekki sjálfur myndina, hef svolitlar áhyggjur af því hvort myndirnar blekktu þannig að ég væri með einhver aukakóló á mér?
S. Lúther Gestsson, 8.9.2008 kl. 00:36
http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=1b1bb328-a7cb-40a4-8e84-426fa771a3f9&mediaSourceID=5ccb8477-178e-4037-b191-f2840f7cd7e9&mediaClipID=424a0a7a-58ad-45aa-a749-9bff90fbe5ff
skoðaðu þetta, spurning hver er óléttur.......
Helena Sigurbergsdóttir, 8.9.2008 kl. 01:49
Álmáttugur. Er ekki frá því að Valla hafi fengið hríðarverki við að sjá þetta.
S. Lúther Gestsson, 8.9.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.