Þriðjudagur, 9.9.2008
SLAKIÐI Á.
Ég hef einhvernveginn svo mikið á minni könnu þessa dagana að ég hef lítið getað fylgst með fréttum Ólétt kona, veikur drengur, reksturinn og fl.
Reyndar er það svo að ég hef nú undanfarið ekkert viljað setjast niður yfir öllu þessu svartsýnishjali öllu, ágætt að leyfa fólki að rífast og tala ílla um hvort annað í friði, ég reyni að koma mér frá allri neikvæðni þessa daganna.
Þó gat ég ekki annað enn sperrt eyrun þegar miðaldra karlmaður kom inn í verslunina og spurði mig hvernig mér litist á að fá heimsendinn yfir okkur á morgun. Já heimsendinn sjálfann!!!
Uhh... er hann að koma spurði ég og fór ósjálfrátt að hugsa um hvern andskotann ég hefði nú gert af mér.
Svo kveikti ég á útvarpinu í bílnum á leið heim og heyrði að allir voru að tala um heimsendinn, jú þetta var eitthvað sem ég ákvað að skoða betur þegar heim var komið og fór ég að leita mér upplýsinga á netinu hvernig ég ætti að bregðast við þessu og hvort vikilega enginn öruggur staður væri til á jörðinni til að skýlast þessum ófögnuði, mér skyldist að ég hefði ekki langann tíma.
Enn hvað !!!!! JÚ ef einhverjar kúlur rekast á hvor aðra og eithvað færi úrskeiðis sem eru nákvæmlega engar líkur á þá verður heimsendir enn þó aldrei fyrr enn 2012
ER ÍSLENSKA ÞJÓÐIN GENGIN AF GÖFLUNUM?
Hvernig í andsk..........vitiði að ef þið drekkið fullt baðkar af 7-up free eru meiri líkur að þið fáið krabbamein en ef þið slepptuð að drekka fullt baðkar af 7-up free?
Sjálfsagt væri þetta bara besta sem gæti komið fyrir, þá er ekkert verið að draga alla vitleysuna á langinn, já kannski er hann þarna uppi búinn að fá nóg í bili.
Athugasemdir
Pældu í því að ef það verður heimsendir á morgun þá verður kannski þessi viðskiptavinur þinn heimsfrægur fyrir að hafa spáð rétt.......
Páll Jóhannesson, 9.9.2008 kl. 22:54
Já og ég skal sjá til þess að spá hans......Nei ég líklega verð ekki maður til þess
S. Lúther Gestsson, 10.9.2008 kl. 01:18
Lúther: Farðu inn á síðuna mína. Þar í færslu frá afmæli i Kjarnaskógi. Ég á annað afmælisbarnið en sjáðu hver á hitt.
Er konan komin á fæðingardeildina? Gangi ykkur vel
Anna Guðný , 10.9.2008 kl. 11:23
KONAN ÓLÉTT???? OG N'Y BÆUINN.... Lúddi hefur þú ekkert heirt talað um að "klippa"á,eða ertu ekki að tala um þína konu annars? ææææææææææææ
Vignir Arnarson, 10.9.2008 kl. 15:28
Klukk!
Díta 10.9.2008 kl. 15:43
Já Anna Guðný þessa drottningu þekki ég vel. Þú ert sem sé ein af fáu vinkonum Sifjar þá?
S. Lúther Gestsson, 10.9.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.