Nýjasti fjöldskyldumeðlimurinn.

Í nótt sem leið fæddist okkur Völlu okkar 3 barn. Drengur sem vó 20,5 merkur, 57 cm langur. Drengurinn er búinn að láta bíða aðeins eftir sér því móðirinn var kominn 11 daga frammyfir.

Enn þegar hann ákvað að koma þá var ekkert verið að fara sér hægt, eiginlega skil ég ekkert hvernig hann hafði tíma til að anda. Valla missti vatnið rétt um 1 um nóttina og hann lá í fanginu á henni 01:42

Við vorum hér heima í rólegheitum þegar hún missti vatnið, rólegheitum já, já því sem næst og þurfti því að hafa snör handtök til að komast á fæðingardeildina og þar kom yfirvegun föðursins sig vel (Strákar fókus, fókus)

Ekið var yfir á rauðu ljósi með hazzardljósin á og flautun fasta niðri og höfðu ljósmæðurnar engan tíma til að búa neitt um konuna. Var hún lögð í hliðarherbergi nánast beint út af lyftunni og fæddi á bekk sem ekki var mikið breiðari enn 60 cm.

Maður hefur heyrt að eftir því sem aldur föðursins verði hærri því rýrari verði afkoman. Nei, nei 20,5 merkur!!

Ég er náttúrulega bara fáránlega góður í að búa til börn.  Þetta segir manni bara að ég verði að láta staðar numið hér í barneignum því það er ekki leggjandi á neina konu að fæða mikið stærri börn enn þetta. Ég verð bara betri og betri. Hann var laaaaannng stærstur af börnunum sem fæddust síðastliðna nótt og voru þau nú samt þó nokkur.

Hverju er svo um að þakka strákar? jú mataræðinu og boltanum strákar, boltanum. Ég skil eiginlega ekki af hverju konan hefur ekki dottið í hug að nota mig í undaneldi, svo hrikalega góður er ég. Eiginlega bara íslandsmeistari!!!

Leyfum myndunum að tala sínu máli.

drengur_luthersson_016.jpgdrengur_luthersson_022_669375.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gott fólk leggið andlit þessara drengja vel á minnið því hér eru komnir saman eitt öflugasta framherja þríeggi sem KR mun nokkurn tíma eignast.           drengur_luthersson_019.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhhh... hann er fallegur þessi drengur... stór og stæðilegur... alveg 20.5 rúmmetrar... nei fyrirgefðu 20.5 fermetrar.... nei fyrirgefðu Lúther minn 20.5 merkur  !!!!  Bara flottastur hann Sifjar Svavar... hvenær á að skíra !!!  Nei það liggur nú ekkert á því  fyrst það er búið að nefna hann...  Fallegt nafn Sifjar Svavar, gaman að þú skyldir láta hann heita í höfuðið á okkur systum þínum !!!! Sifjar Svavar Sigurðsson framherji hjá KR.  Djöfull áttu flotta stráka, þú mátt eiga það kæri bróðir..... 

Sif litla systir þín.. og föðursystir Sifjars Svavars 12.9.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Gulli litli

þeta eru alltaf gleðifrættir..til hamingju..

Gulli litli, 12.9.2008 kl. 01:46

3 Smámynd: Helena Sigurbergsdóttir

Til hamingju með boltan........

Kveðja Lella

Helena Sigurbergsdóttir, 12.9.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Landi

Til hamingju með soninn

Landi, 12.9.2008 kl. 18:11

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Á eftir bolta kemur barn - til hamingju

Páll Jóhannesson, 12.9.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Til hamingju með drenginn

Sigríður Þórarinsdóttir, 12.9.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Til hamingju með drenginn.Heilsast ekki móðir vel?? 

KR-ingar til hamingju líka,er búið að gera samninga....... 

Halldór Jóhannsson, 12.9.2008 kl. 23:29

8 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Takk fyrir góðar kveðjur gott fólk,  móður og barni heilsast rosalega vel.

Palli minn skil bara ekkert í þér að vera að blanda fótbolta í allt.

Sif Gleymdu þessari hugmynd!! Skýra í höfuðið á systrum mínum???? Guð minn..

S. Lúther Gestsson, 13.9.2008 kl. 01:47

9 identicon

Hvað er eiginlega að þér !!! Finnst þér eitthvað að því... finnst þér Sifjar Svavar í alvörunni vera ljótt nafn :=) 

Skil barasta ekkert í þér kæri bróðir..  OK önnur hugmynd .... Sighólmar í höfuðið á mömmu og pabba, kallaður Lilli :=)

Sif 13.9.2008 kl. 16:40

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Til hamingju félagi

Jón Snæbjörnsson, 14.9.2008 kl. 13:11

11 identicon

Þakka þér Lúter minn fyrir það sem þú gerðir fyrir strákinn okkar. Honum líður vel þar sem hann er og bað að heilsa. Hjartanlega til hamingju til ykkar hjóna.

Ótrulegt hvernig þú gast gefið þér tíma til að aðstoða okkur í okkar erfðleikum.  Þetta verður lengi geymt.

Vonandi heilsast öllum vel.

Kveðja H og Þ

HLE 14.9.2008 kl. 14:16

12 identicon

Hjartanlega til hamingju með þennan myndardreng.

Ragga 14.9.2008 kl. 14:18

13 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther minn! lestu bara þitt eigið blogg - þar er nú mikið bloggað um fótbolta - ekki var það ég sem kastaði þessum bolta....  Boltakveðjur

Páll Jóhannesson, 16.9.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband