Þriðjudagur, 23.9.2008
Alvarlegt ástand á mínum.
Nú er ég Lasinn, já lasinn með stóru L. Það er nú þannig að þegar maður býr með sjúkraliða, hjúkrunarfræðing sem að auki er búin að taka ein 2 ár í læknisfræði þá finnst manni einhvernveginn að maður fái alla þá vorkun sem til er í heiminum að maður fái nudd, heitann te bolla og hugreistandi aðhlyðningu. Enn Nei,nei konan segir bara að það sé ekkert hægt að gera!!! nema halda sér innandyra. Það er nefnilega það.
Sjúkdómurinn felur í sér nefrennsli, þrútinn augu, vott af hita og örlítinn höfuðverk. Svona er ég búinn að liggja á annan sólarhring án nokkurrar aðhlyðningar svo heitið geti, nema þá af mér sjálfum. Ég hef passað mig á að innbyrða nóg af sykri og tek hann inn í fastri fæðu eins og Freyju súkkulaði og Marrud snakki reyni svo að skola vel niður með Coka Cola glösum.
Verst finnst mér að á meðan ég er svona fársjúkur hefur aðgangur minn að þeim nýfædda verið takmarkaður. Þetta er sem sagt smitsjúkdómur sem ég er með, samt er ekkert að mér þannig lagað segir hjúkrunarfræðingurinn.
Það er á svona dögum sem mér vantar mömmu, hún skyldi strákinn sinn.
Enn sá nýfæddi fór í sína fyrstu baðferð í fyrradag og líkaði honum afar vel þangað til hann var tekinn uppúr.
Það er hrikalegt að sjá útlitið á mér í dag sökum þess hve mikið lasinn ég er svo ég læt bara fylgja myndir af fyrsta baðinu.
Athugasemdir
Æji... hvaða vesen er á þér núna !!
Hún mamma þín á afmæli í dag, hefði orðið 69 ára... hér fórum við systur plús stelpurnar upp í kirkjugarð með gjafir, blóm og kerti handa henni, sungum afmælissönginn og enduðum svo á þvi að fara á Bláu könnuna í kakó og kökur !!!
Hvenær á eiginlega að skíra þennan flotta strák ??
Kveðja að norðan
Sif 23.9.2008 kl. 21:53
Þess vegna minntist ég á þá gömlu hér að ofan, Það er löngu búið að skýra, ykkur systrunum var bara ekki boðið vegna áhættunar að þið mynduð setja allt á annan endan í kirkjunni.
S. Lúther Gestsson, 23.9.2008 kl. 22:05
KR-ingar verða ekki veikir.....
Halldór Jóhannsson, 23.9.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.