Handboltinn búinn að vera.

Ein af ástæðum þess að ég gæti aldrei hugsað mér að flytja til Akureyrar aftur er einföld. Reyndar er bara ein ástæða fyrir því að ég ætla að setjast í helgan stein í henni Skitugu og menguðu Reykjavík.

Ástæðan er einfaldlega sú að búið er að sameina krafta ÞÓRS og KA handboltalega séð. Ég er búinn að horfa á þetta lengi og hélt að ég myndi sættast við þetta kjaftæði, enn nei, ALDREI!!!

Ég veit hver ástæðan er,  Þórsarar gátu aldrei neitt í handbolta og það náttúrulega þoldu þeir ekki til lengdar, Öll lið á Íslandi hræddust KA menn, rimmurnar milli Reykjavíkur risanna og kA manna urðu heimsfræagar, já vöktu heimsathygli og það þoldu Þórsarar náttúrulega ekki.

Einn af mörgum fundum var haldinn í þorpinu og launráð bruggað hvernig hægt væri að taka KA út af kortinu. Nú er samt lið Akureyrar að meginn upplagi byggt úr uppöldum KA mönnum enn alls fráleitt þykir að þeir fái að halda nafninu.

Akureyri skyldi liðið heita og skýrt tekið fram að um "sameiginlegt" lið Þórs og KA sé um að ræða.

Vilja þorpararnir ekki bara sameina lið Þórs og KA í körfunni?? Það gæti heiti: Þ.K. Nei, aldrei því ef það er einhver smá smuga að Þór myndi ná langt í körfunni er náttúrulega alveg ófært annað en Þór eigi það bara aleitt.

Nú veit ég að ágætur bloggvinur minn einn er alveg ósammála þessu og ber því örugglega við að þetta sé eins og með Glitni, það hafi bara þurft að hlaupa undir bagga.

Ég ætla ekki að horfa á einn einasta leik í vetur, ekki EINN!! Mér er alveg sama orðið um handbolta. Nú halda margir að þetta sé bara óþarfa skítkast hjá mér og ég viti bara ekki betur. Enn ég sæi umræðuna hér ef einhverjir kallar kæmu með þá hugmynd að sameina bara knattspyrnudeild Vals og KR. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja bróðir sæll,nú ertu allveg búinn að missa þig,þú veist að ég er ÞÓRSARIí húð og hár,og mín fjölskylda líka.KV Svava. PS Ég kem í bæinn á morgunn

Svava systir 1.10.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther! á hvernig dekkjum er frúarbílinn þ.e.a.s. hvað stærð er á dekkjunum?.

Áfram Þór alltaf. allstaðar.

Páll Jóhannesson, 1.10.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Sko.... hérna Páll, nefnilega....ég sko á hérna....málið er..sko ég hérna keypti mér jeppa um daginn MMC Pajero breyttur fyrir 35" dekk er að vísu á 33" núna.  Á heimilinu er líka til VW Passat station árg 2001. Svona típískur.....OK ég ek yfirleitt um á Passat! sem er bara fínt sko.

Enn vissirðu að við KR erum að fara að spila upp á bikar á Laugardaginn, ég kem sérstaklega að því örlítið seinna. Sé ekki hvað bílar koma málinu við, þetta er bara blikk á dekkjum.

Góðar stundir

S. Lúther Gestsson, 1.10.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Bílar komu málinu nákvæmlega ekkert við - þetta var bara álíka gáfuleg athugasemd og tilefnið gaf til. Þegar menn keyra út í skurð bara af eintómu gáleysi og ætla kenna öðrum um eru þeir í djúpum skít - það var nákvæmlega það sem þú gerðir í bloggfærslunni hér að ofan

En spurningunni er ósvarða - hvaða stærð af dekkjum er undir frúarbílnum - hvor bílinn er frúarinnar?

Páll Jóhannesson, 1.10.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Á Pajeronum er hægt að taka airbag púðann af í farþegasætinu frammí, þetta er ekki hægt á Passat svo konan er meira á Pajeronum, þar sem hún þarf stundum að fara með þann nýfædda út, og hefur hann í barnabílstól við hliðina á sér. Dekkin eru 33-12,5 R-15"

Svo er aðeins farið að kólna hérna líka þó ekki sé farið að snjóa þannig að hún fékk bílskúrinn, enn aðeins tilbráðabirgða!!!! Páll til bráðabirgða!!

Færslan hér að ofan stendur, hún er sönn.

S. Lúther Gestsson, 1.10.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég veit ég veit - við fáum að vera gesta húsbóndar á meðan gestirnir eru á staðnum svo tekur húsbóndinn við

Páll Jóhannesson, 1.10.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband