KR og krakkarnir í Grafarvogi.

Mikið er um að vera hjá stórveldi KR um helgina og eru einir 3 bikarar í augsýn. Fyrst má talja upp úrslitaleik milli KR og Grindavíkur í bikarnum í körfu kvenna.

Svo er hið feikisterka lið KR í Körfu karla að spila á móti Keflavík í undanúrslitaleik í körfu.

Körfuknattleikslið KR er feikisterkt og langt síðan svona sterkt lið hefur verið að spila á Íslandi. Það er hrein unun að horfa á þá og maður skynjar að það er formsatriði að sigra íslandsmeistara titilinn. Heyrst hefur að litlu liðin út á landi séu með sértök myndbönd af liði KR til kennslu í litlu skólastofunum þeirra. Fleiri lið mættu taka þetta framlag norðanmanna upp.

Svo Dömur mínar og Herrar er úrslitaleikur milli KR og Fjölnis í bikarnum í knattspyrnu. Maður verður eiginlega að taka ofan fyrir Fjölnisdrengjunum að hafa náð svona langt og eiginlega vorkennir þeim að þurfa svo að spila við stórveldið til úrslita.

Ég reikna nú ekki með að unglingarnir í Fjölni nái að svo mikið sem að skora í þessum leik og þar sem allt stórveldið verður klárt og ekkert er um meiðsli vona ég eiginlega unglinganna vegna að KR skjóti þá ekki í kaf strax í fyrri hálfleik.

Þrátt fyrir að úrslitin séu nú þegar ráðin væri óneitanlega skemmtilegra ef krakkarnir í Fjölni spili heiðarlegan leik,  enn mæti ekki dýrvitlausir og sparki í allt sem hreyfist, það er nefnilega alltaf hættan þegar unglingar mæta sér sterkari og stærri mönnum.

Allir vita að KR hóf knattspyrnuiðkun fyrst alltra liða á Íslandi og eiga þar með íslandmet í að vinna íslandsmeistaratitilinn. Það er því mikill heiður fyrir unglingana í Fjölni að fá að spila svona leik og eiginlega eiga þeir að fá smá viðurkenningu bara fyrir það. T.d fótbolta frá HENSON eða eitthvað annað smálegt.

Einnig heyrði ég að leikmenn KR ætli að gefa leikmönnum Fjölnis eiginhandáritun eftirt leik, fallegt hugarfar það.

Ég hef svolitlar áhyggjur af veðráttunni í þessum leik því þegar þetta er skrifar er Laugardalsvöllur þakinn snjó. Eiginlega er það nóg fyrir krakkana í Fjölni að spila heilan leik á svona stórum velli úthaldslega séð svo ekki þurfi þeir að spila á vellinum hálum og í kulda. Þeir mega nefnilega bara nota 3 varamenn,  þó við KR- ingum væri slétt sama þó þeir notuðu alla krakkana í Grafarvogi, þá bara banna reglurnar það.

Enn mikið verður fallegt að sjá litlu krakkana úr fimleika og skautadeildinni með sleikjó og blöðrur styðja hina krakkan í fjölni. Alltaf gaman að sjá krúttlegan stuðning þó að á móti blási.

 

FJÖLNIR til hamingju með að fá að spila á móti STÓRVELDINU.

Góðar stundir.

 


mbl.is Bikarúrslitaleikur á grasi eða snjó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú nú fremur fjótur að bóka sigur þinna manna. Þó svo að KR-ingar séu með sterkara lið á pappírunum þá ætti enginn að vanmeta Fjölnismenn. Það er svona íþróttamannsleg framkoma að bera virðingu fyrir andstæðingnum, fremur en vera að tala digurbarkalega um að andstæðingurinn muni verða skotinn í kaf. Ég minni á að "krakkarnir úr Grafarvogi" lögðu "stórveldið"  KR 2-1 í fyrri umferð  Landbankadeildarinnar í sumar.Þannig að ég er ekkert farinn að sjá KR eiga auðveldan leik fyrir höndum á morgun, þó svo vissulega séu þeir með starkara lið.

Sigurður Eðvaldsson 3.10.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther! Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að þér væri alvara með þessi skrif þín. Vissulega eru kr-ingar taldir sigurstranglegri gegn Fjölni - en leikurinn er ekki búinn. Hafðu engar áhyggjur af veðurfarinu - þið bara mætið á gönguskíðum ef allt verður á kafi í snjó eða farið bara í snjókast og stuðningsmennirnir geta sungið lagið ,,mokið, mokið, mokið mokið, mokið meiri snjó......"

Páll Jóhannesson, 3.10.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Landi

Leiknum verður líklega frestað að hálfu KR-inga,þeir verða líklega með snjóblindu þar sem að það snjóar ábyggilega mjög sjaldan í versturbænum  en FJÖLNIS liðið er öllu vant enda er Grafarvogurinn töluvert hærra yfir sjávarmáli en vesturbærinn..ég tel einnig líklegt að Fjölnisliðið komi á fararskjótum ættuðum af SKIDO gerð í laugardalinn þar sem að þeir kalla nú ekki allt ÖMMU sína og hreinlega hreinsa völlinn með sleddunum í leiðinni.Ef í harðbakkann slær þá ná þeir einnig í KR-inganna í FROSTASKJÓLIÐ,af hverju var þetta ekki skýrt Vetrarhýðið  

En svona að öllu gamni slepptu þá vinnur auðvitað Fjölnir.

Landi, 3.10.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Til hamingju með "heppnina" Lúddi minn.

Vignir Arnarson, 4.10.2008 kl. 18:30

5 Smámynd: Landi

Ég trúi þessu ekki þetta getur ekki verið SATT,Fjölnir að TAPA...Nei þetta er sko bara HÉGÓMI og er ekki satt...þeir hljóta að hafa séð aumur á KR-ingum og gefið þeim bikarinn

Ég held samt með Fjölni

Landi, 4.10.2008 kl. 20:12

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég vil þakka fyrir þau fjölmörgu email sem ég hef fengið vegna þessa pistils míns og þeir sem bíða eftir svari þá mega þeir vita að ég hef ekki tíma til að rífast út af engu. Ég hefði getað búið til einhvern pistil um ágæti Fjölni, ágætis KR, ágætis Þjálfara beggja liða, ágæti leikmanna, og ágæti stuðningsmannalið beggja. Enn það var bara búið að skrifa svoleiðis pistil.

Það er best að enda þennan pistil á orðum Ásgríms þjálfara Fjölnis.

,Í seinni hálfleik þá stjórnuðu þeir leiknum algjörlega og við komumst eiginlega aldrei í takt við leikinn í seinni hálfleik. Við áttum undir högg að sækja þar og ég er ósáttur við seinni hálfleikinn."

Við stuðningsmenn Fjölnis vil ég bara sega: Krakkar þið yfirgefið ALDREI völlinn meðan liðið ykkar er að spila, og þið yfirgefið ALDREI völlinn þegar liðið ykkar, strákarnir ykkar eiga eftir að fá silfur medalíu. Það er dónaskapur.

Enn starfsmenn Fjölnis höfðu þó vit á að leiða þá stuðningsmenn í burtu sem hræktu á bikarinn og leikmenn KR.

Ég vil hafa Fjölnir í efstu deild, alltaf!!. þetta er skemmtilegt lið. Þeir eru ekki hættir.

S. Lúther Gestsson, 4.10.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband