Miðvikudagur, 8.10.2008
RÚSSNESKT SKAL ÞAÐ VERA
Rússneskar pönnukökur í lögumEinhvernveginn finnst manni það vera skylda að breyta morgunmatnum í fyrramálið, ég vakna því eldsnemma og byrja að aðlaga heimili mitt að breyttum aðstæðum. | |
Rússneskar pönnukökur eru bestar nýbakaðar og bornar fram með þeyttum rjóma. |
Matreiðsluleiðbeiningar
Bræðið smjörið. Hrærið hveitið saman við og þynnið með mjólkinni. Hrærið eggjarauðurnar, sykurinn og saxaðar möndlurnar(má sleppa) saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við. Bakið pönnukökurnar á pönnu með loki við lítinn hita. Snúið þeim við þegar efri hliðin er farin að þorna og neðri hliðin að fá fallegan lit, þetta verða 4-5 kökur í allt. Leggið kökurnar saman með góðri sultu, ekki mjög sætri.Hráefni fyrir Uppfæra hráefnalista | Setja í mína uppskriftabók Skoða mína uppskriftabók/innkaupalista |
rússneskar pönnukökur í lögum | ||
100 | g smjör | |
110 | g hveiti | |
3,5 | dl mjólk | |
4 | egg | |
25 | g sykur | |
25 2,5 dl | g möndlur Rjómi | |
|
Athugasemdir
Enginn Vodki?
Gulli litli, 8.10.2008 kl. 20:06
Uhhh, það mætti kannski lauma smá kardemommu út í þetta, enn rússneskum vodka?...Leifðu mér að hugsa....Uhh NEI!
S. Lúther Gestsson, 10.10.2008 kl. 00:17
haha Vodki
en líst vel á uppskriftina Luther - prufa þetta fljótlega
Jón Snæbjörnsson, 10.10.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.