Mín hlið, enn ekki endilega sú eina rétta.

Vááá, ekki séns að maður nenni að taka þátt í þessari þjóðfélagskreppuumræðu (flott orð, fann það sjálfur)

Nú eru allir farnir að tjá sig um þennan þátt hjá Agli Helga og Jón Ásgeir. Hrikalega leiðinlegt að sjá þáttastjórnanda missa tökin á sjálfum sér og gerast dómari. Þáttastjórnandi í almennum umræðuþætti á að vera hlutlaus, en Egill hélt eftir þáttinn að hann hefði verið með viðtal ársins og öll þjóðin myndi klappa honum á öxlina, enn því miður fyrir Egil þá tókst það ekki.

Ég hef upplifað það sjálfur þegar taka á mann af lífi án dóms og laga. Notast er við kjaftasögur og hlaupið svo í felur. 

Það er nú einu sinni þannig að aldrei verður felldur þannig dómur að Jón Ásgeir skuldi þjóðinni gjaldþrot, enn við viljum samt sem áður fá dómarasæti, þannig getum við gleymt okkar eigin áhyggjum og  þurfum ekki að tala um okkar eigin mistök á meðan.

Það er nú líka einu sinni þannig að ef Baugsmenn hafa gerst brotlegir og stolið umtalsverðum verðmætum undan þá munu þeir fá það í bakið. Þannig er þessu bara farið og það er ekki einhver kall út í bæ sem sér um það heldur æðri máttur.

Það er ekki til sá lifandi Íslendingur sem á svo hreinan skjöld að hann geti kallað Baugsfjöldskylduna þessum orðum sem þau hafa verið kölluð undanfarna daga.

Er það kannski þannig að ef þú ert ráðherra þá hefur þú hreina samvisku? Sýna dæmin okkur það?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband